Skírnir - 01.01.1962, Side 208
ULRICH GROENKE:
NOKKUK DÆMI UM MERKINGARBKEYTINGAR
í ÞÝÐINGUM SI AÐAHHEITA. )
Rangar lýsingar á Islandi úti í heimi hafa löngum verið
vinsælt umræðuefni meðal Islendinga. öllum íslendingum er
raunar ljóst, hvað veldur þessum röngu lýsingum: það er
nafn landsins ásamt norðlægð þess og fákunnátta útlendinga
um landið.
Það er þó einkum í enskumælandi löndum, að menn ímynda
sér kalt, óbyggilegt, jafnvel ísi lagt land, þegar Island er
nefnt, því að þeir nota þýðingu nafnsins, þ. e. a. s. lceland.
Með því nú, að almenningur þar í löndum veit lítið sem ekk-
ert um landið nema það eitt, að það er norðlægt, ímyndar
hann sér Iceland sem iceland. Hins vegar vekur nafnið Green-
land hjá honum engar hugmyndir um grænt land. Green-
land er einnig iceland. Hugmyndir, sem koma upp í hugum
manna, þegar t. d. Irlands er getið með hinu skáldlega heiti
The Emerald Isle, verða menn alls ekki varir við, þegar
Grænlands — Greenland — er getið. Sú þekking, sem menn
hafa á landinu, nefnilega að það sé ísi lagt, eyðir hinum sefj-
andi áhrifum nafnliðsins green. Því er þá ekki að undra, þótt
Greenland og Iceland sé stundum ruglað saman.
Það er skemmtilegt að minnast þess, að þeir, sem vita ekk-
ert um Island og sögu þess og hafa aldrei heyrt Flóka nefnd-
an, skilja nafnið Iceland einmitt á þann hátt, er Flóki vildi,
að menn skildu nafnið Island. En boðskap Eiríks, sem hann
fól í nafninu Grænland, heyra þeir ekki.
Nú er það fyrirbrigði um Island -—- Iceland, sem stuttlega
hefur verið fjallað um hér að framan, ekki mjög merkilegt.
J) Málið á þessari grein ber eðlilega merki þess, að höfundur henn-
ar er ekki íslenzkur. Umritanir rússneskra orða, sem ekki eru alls kostar
heppilegar miðað við islenzkt hljóðkerfi, eru á ábyrgð höfundar. Ritstj.