Skírnir - 01.01.1962, Side 210
202
Ulrich Groenkc
Skírnir
gera rautt“ o. s. frv. Beztu upplýsingar fást auðvitað í
uppruna-orðabók, t. d. Vasmer, Russisches etymologisches
Wörterbuch, Heidelberg 1953—58, sem einnig bendir á
helztu ritin um orðakerfið kras-. Mikilvægt rit um við-
fangsefnið er Gunnar Heme, Die slavischen Farbenbe-
nennungen, Uppsala 1954 (doktorsrit).
Gunnar Herne telur, að hjámerkingin „rauður“ hafi
byrjað að draga úr aðalmerkingunni „fagur“ þegar á
15. öld. Ur annálum Nikosius (15. öld) tekur Herne tvö
dæmi um „fagur“ og tvö um „rauður“. Ur Domostroi
(16. öld) hefur hann fjögur dæmi um „rauður“, en
orðið kemur ekki fyrir í merkingunni „fagur“. Ur al-
þýðumáli Moskvu í lok 16. aldar er merkingin „rauður“
skráð í Boyer, Vocabulaire. Hins vegar merkir orðið „fag-
ur“ hjá Avvakum (17. öld), sem er gjarn á að nota ein-
falt, óhátíðlegt mál í ritum sínum.
I nútímariissnesku er hins vegar aðalmerking lýsingarorðs-
ins krasny „rauður“. Hin uppmnalega aðalmerking „fagur‘“
er þá orðin að hjámerkingu, sem helzt aðeins í föstum orða-
samböndum og skáldlegum heitum og kenningum. Aðalberi
merkingarinnar „fagur“ er nú afleiðslan krasiwy.
1 byrjun 19. aldar var merkingarbreytingin svo langt kom-
in, að Krasnaja plosjtsjad’ skildist ekki framar sem „Fagra-
torgið“, án þess að menn — réttara sagt menntamenn —
fæm út í hugleiðingar um nafnið. En um þetta eigum við
ágæta og mjög skemmtilega heimild, sem við skulum nú líta
snöggvast á. Heimild okkar er mikil bók eftir mann að nafni
Robert Lyall, The Character of the Russians and a Detailed
History of Moscow, London 1823.
Lyall þessi var læknir að menntun, ferðamaður mikill og
mikill áhugamaður um tungumál, þó ekki væri hann mál-
fræðingur. Með öðrum orðum, Lyall var ekki sérfræðingur,
ef til vill vel lesinn í „polyglott“-bókmenntum þeim, er uppi
vom í lok 18. og byrjun 19. aldar. f bók Lyalls úir og grúir
af „málfræðilegum" athugasemdum og skýringum.1) Um
!) Viðbót bókarinnar er „Dissertation on the Russian Language“, sem
er bæði skemmtileg og erfið aflestrar.