Skírnir - 01.01.1962, Page 212
204
Ulrich Groenke
Skímir
rúm, eins og „grænn“ í Grænland. Annað gefur ekkert rautt
merkiskot, hitt ekkert grænt. Því er „Rauðatorgið“ eins góð
þýðing á Krasnaja plosjtsjad’ og Greenland á Grænland.
En nú er svo mál með vexti, að á íslenzku skilst „Rauða-
torgið“ sem „rautt“, nefnilega í sérmerkingu orðanna krasny
og rauður: byltingasamur, kommúnistískur, bolsjevistískur,
sovjezkur. Nafnið skilst sem eitt af hinum mörgu rússnesku
nöfnum, sem ráðstjórnin gaf borgum, götum, stofnunum,
skipum, blöðum o. s. frv., þar sem „rauður" er táknmynd
heimsskoðunar, merki heimsbyltingarinnar. „Rauður“ í sam-
bandi við hluta Rússlands skilst hjá okkur sem pólitísk tákn-
mynd, jafnvel þar sem krasny táknar ekkert pólitískt. Yfir-
leitt halda menn, að „Rauðatorgið“ sé nafnsköpun ráðstjórn-
arinnar, því fáir vissu um tilveru nokkurs „Rauðatorgs", áð-
ur en rauða byltingin og hinir pólitísku atburðir, sem í kjöl-
far hennar fóru, gerðu Rauðatorgið heimsfrægt.1)
Nú mætti spyrja, hvort Krasnaja plosjtsjad’ hafi ekki
orðið fyrir sömu merkingarbreytingu hjá Rússum líka,
þar sem „rauð“ nöfn eru svo altíð. Síðarmeir varð Rauða-
torgið miðstöð októberbyltingarinnar. Það er vel hugsan-
legt, að þróunin stefni í þessa átt, en ekki er enn komið
að því. Rauðatorgið er í hugum Rússa, og þá fyrst og
fremst Moskvubúa, minnisvarði hinnar aldalöngu sögu
Rússlands og Moskvu, sem innifelur að vísu rauðu bylt-
inguna, en er þó ekki einungis byltingarsaga. Annars er
Rauðatorgið í Moskvu frekar hversdagslegt: umferðar-
miðstöð borgarinnar.
Bjelorússija eða Bjelaja Rús’ „Hvítarússland“, bjelorúss
„Hvítrússi", bjelorússki „hvítrússneskur“.
Vér látum hér fáeinar línur nægja: Þýðing nafnsins er
gallalaus. Þó að ekki sé með öllu ljóst, hvað nafnið eiginlega
táknar, leikur enginn vafi á því, að lýsingarorðið í nafninu
er bjely „hvítur“.
Ein skýringartilraun var reist m. a. á þeirri staðreynd,
að þjóðbúningur Hvítrússa er hvítur. Það hefir líka ver-
ið reynt að setja nafnið í samband við, að þjóðin er ljós-
x) Sbr. Downingstreet, Wilhelmstrasse, Quoi d’Orsay, Péturstorg o. fl.