Skírnir - 01.01.1962, Page 213
Skírnir
Merkingarbreytingar í þýðingum staðarheita
205
hærð. Um helztu rit um þetta viðfangsefni má vísa til
Trautmann, Die slcavischen Völker und Sprachen, Göt-
tingen 1947, og orðabók Vasmers, er nefnd var hér fyrr.
Hin pólitíska -—- sögulega sérmerking af hjely og hvítur,
nefnilega „byltingarandstæður, gagnbyltingarsamur“, veldur
sjálfsagt aldrei því, að Hvítrússum og gagnbyltingarmönnum
(bjelogwardzi, á þýzku Weissgardisten) sé ruglað saman í
Ráðstjórnarríkjunum. En einmitt það gerist á Vesturlöndum,
einkum á þýzku og ensku, en þar heita rússneskir flótta-
menn byltingartímabilsins „Weissrussen“, „White Russians“.
Á íslenzku heitir bjelorúss „Hvitrússi“, en rússneskur gagn-
byltingarmaður er kallaður „hvítliði“.
Der weissrussische Oberst, The White Russian Colonel
„hinn hvítrússneski herforingi" er orðinn að vinsælli
skáldsögu- og kvikmyndahetju. Það er maður, sem flúði
hið rauða Rússland og lenti sem flóttamaður í París, þar
sem hann vinnur fyrir sér sem dyravörður við næturkrá,
ef til vill í einkennisbúningi Kósakka. Hann á konu mjög
fína og dóttur hina fríðustu. Hann er ættaður úr St. Pét-
ursborg eða Moskvu og talar að sjálfsögðu rússnesku. Ef
einhver ávarpaði hann á hvítrússnesku, mundi hann ekki
skilja nema nokkur orð og halda, að hinn talaði einhverja
ægilega sveitamállýzku.
Misskilningurinn stafar vitanlega af því, að menn vita
yfirleitt lítið sem ekkert um Slafaþjóðina Hvítrússa, þar sem
aftur á móti hinir „hvítu“ sem andstæðingar hinna „rauðu“
urðu heimsfrægir á byltingartimabilinu.
Misnotkun — ef svo mætti að orði kveða — orðanna Hvíta-
rússland, hvítrússneskur o. s. frv. á Vesturlöndum er orðin
svo algeng og rótföst, að í fræðiritum eru nú oftast notaðar
hálfþýðingar: Bjelorússland, bjelorússneskur o. s. frv. (Rjelo-
russland, Ryelorussia o. s. frv.).
Auk Rjelaja Rús’ „Hvitarússland“ eru líka til Czerwona
Rús’ „Rússland hið dökkrauða“ og Czarna Rús’ „Rúss-
land hið svarta“ og þar að auki Czerwona Ukraina.