Skírnir - 01.01.1962, Page 216
208
Ritfregnir
Skírnir
Líkjast í brúrt og brá („líkjast mjög“) hefir ekki nákvæma samsvörun
í ísl., en orðtakið minnir á orðasambandið svartur (hvítur) á brúrt og brá.
Ofta býr fals undir fríSum skinni og ofta býr flagd undir fríSum skinni
samsvara ísl. oft býr flagS undir fögru skinni, og er hér um foman arf
að ræða, sbr. eru ok opt flögS í fögru skinni (Isl. fornr. IV, 28—29).
Bera (í) batuflaka fyri ein samsvarar ísl. bera í bœtifláka fyrir e-n
(e-m), sem að vísu er ekki kunnugt fyrr en á 18. öld, en er að líkindum
fomt orðtak.
Vakna viS kaldan dreym er gamalt, norrænt orðtak, sem til er í ýms-
um gervum í ísl., en elzta dæmið er úr Ragnarsdrápu Braga Boddasonar:
vakna viS illan draum (Sk. B I, 1).
Ringur er fuglur, í sitt reiSur drítur á sér samsvaranir í ísl., sbr. t. d.
„lllir þykkir mér allir þeir fuglar, er í sitt hreiSr skíta“ (Sturl. 1,521).
Nær færeyskunni er þetta dæmi: sem álítur scemd aS því / sitt áS drita
hreiSriS í (Bólu-Hj. IV, 99 (Ob.)).
Gera sœr dœlt viS ein samsvarar ísl. gera sér dxelt viS e-n, sem kunnugt
er úr fornmáli. Hér er því á ferðinni sameiginlegur arfur. Sama máli
gegnir um taS fellur mœr væl (illa) og vafalaust einnig hava (bera eða
ganga viS) hond í fatli, þótt ekki séu um það dæmi úr fommáli.
Orðasamböndin fet fyri fet og fót fyri fót era notuð í færeysku á svip-
aðan hátt og í nútíma-íslenzku og lœttur (kvikur) á feti sömuleiðis.
TaS ungur nemur, hann gamal(ur) fremur er sami málsháttur og á
ísl. hvaS ungur rtemur, gamall temur.
Orðtakið taS er sum at sletta vatn á gás samsvarar ísl. þaS er eins og
aS stökkva vatni á gær, en þess má geta, að frá 17. öld er kunnugt sletta
vatni á gásir (JMPísl. 125 (Ob.)) og fleiri afbrigði. Hér er á ferðinni
tökuorðtak bæði í færeysku og íslenzku.
Heimaríkur sum hurtdur samsvarar ísl. eirts og heimaríkur hurtdur,
sem kunnugt er í gervinu heimaríkur eins og hundarnir frá 17. öld (GO
Thes. 74).
Hann er harSur í horn at taka er einnig kunnugt úr fornmáli, sbr. t. d.
Hkr. II, 102.
Hann melur sum hurtdur um heitan greyt er samrætt fara utan um
e-S eirts og köttur í kringum heitan graut (heitt soS). Hér er að minnsta
kosti um tökuorðtak að ræða í ísl., sbr. d. gd uden om n-t som katten om
den varme grad.
Koma upp urtdan kavi er samrætt og svipað ísl. koma upp úr kafinu,
sem að vísu er ekki kunnugt í myndhverfri merkingu fyrr en á 19. öld
(Ný félagsr. V, 101 (Ob.)), en eiginlega merkingin kemur fyrir á 18. öld
(LFR. VIII, 175 (Ob.)) og í Stjórn 75 er notað skjótast upp úr kafirtu.
Hvor er sínum knúti kunnigastur samsvarar ísl. hver er sínum hnút-
um kurmugastur.
Sjáldan hevur góSur kvistur sprottiS av illum runni, kunnugt í ísl. frá
19. öld (SchMál. 1,46 (Ob.)).