Skírnir - 01.01.1962, Side 219
Skírnir
Ritfregnir
211
þeim vandamálum, sem vísindi nútimans, tækni og þjóðfélagsbreytingar
hafa búið málinu. Tveir kostir eru þá yfirleitt tiltækir: upptaka tökuorSa
eða sköpun nýyrSa. Færeyingar hafa vitanlega farið báðar leiðir, en þó
einkum tökuorðaleiðina, en sérkennilegt er það, að þeir hafa ekki aðal-
lega tekið orðin úr dönsku eða heimsmálunum, heldur fengið orðin úr
íslenzku. Þau orka því á Færeying sem nýyrði, en ekki sem tökuorð,
vegna þess að þau falla alveg að færeysku málkerfi. Þetta er vafalaust
skynsamleg leið frá þeirra sjónarhól, og án efa gætum við á sama hátt
nýtt okkur færeysk orð og orðstofna við nýyrðamyndun. Ég skal nú tína
til nokkur nýyrði, sem virðast vera tekin úr íslenzku. Þó kann að vera,
að sum þeirra hafi verið gerð í Færeyjum án ísl. áhrifa, eihkrnn þau, sem
eru tökumerkingar úr dönsku: aSalsogn, afturhald (o: í stjórnmálum),
afturhaldsblaS, afturhaldsflokkur, aflurhaldsmaSur, alfraSíbók, bókabúS,
bókasavn, bókavarSur, bókbindari, bókmentir, bókmentafelag, bókmenta-
saga, eldfjall, evnafraSi, fangahus, fátœkrahjálp, fjarrit („simskeyti"), flutn-
ingsgjald, forngripasavn, framburSur, framhaldssaga, fundarböS, fundar-
stjóri, granmeti, handrit, jarSfraSi, jarSfraSingur, javnaSarmaSur („social-
demokrat"), kreppa (kunnugt í ísl. i stjómmálamerk. frá þvi skömmu
eftir 1920), landafraSi, landsbókasavn, IjöSfraSi, IjóSskifti, IjóSbrigSi
(hvorttveggja þýtt „lydforandring"), lógfraSi, lagfraSi, lutafelag, lutfall,
luthavi, lýsingarháttur, lýsingarorS, lœknafraSi, lagregla, magasár, mál-
fraSi, málfraSingur, máltráSur („sími“, einkum í eldra ritmáli), menta-
skúli, rnolasukur, námsgrein, námskeiS, náttúrufraSi, náttúrufraSingur,
náttúruvísindi, nevndaráli't, núliSin tíS, nýggjyrSi, raShús, ravmagn, rit-
dómari, ritdómur, rithavundafelag, rithavundur, ritstjóri, ritstjórn, sálar-
fraSi, sálarfraSingur, sálmabók, sálmalag, serfraSi, serfraSingur, sernavn,
serprent, sjúkrahús, sjúkravitjan, skartgripur (sem sagt er í orðabókinni
ungt orð), skipaavgreiSsla, skipafelag, .skóbúS, skrivstova, skrifstovufólk,
skrivstovumaSur, skrivstovustjóri, spreingievni, spreingikúla, stjórnar-
kreppa, stjórnarráS, tvíljóS, tvarskurSur, umboSsstjórn, umbóSssala, ummál,
umsjónarmaSur, uttanflokka, útvarp, útvarpssending, valborS, vanabundin
(„vanemæssig, traditionel"), vara- („vice“, t. d. varaformaSur o. s. frv.
Hér kann þó eins að vera um norsk éhrif að ræða), varSskip, veSlán,
verkbann, verkfall, verkfraSi, verkfraSingur, verksmiSja, vindil (,,cigar“),
vindlakassi, virSingarfylst, vísindafelag, vísindagrein, vónsvik, œttarnafn
(„slægtsnavn", orðið er til í annarri merkingu i fornmáli), öskubakki.
Ymislegt fleira varð mér hugstætt, er ég las hina nýju útgáfu færeysku
orðabókarinnar. Mun ég þó aðeins fátt til tína af því. 1 færeysku er til
danskaskógvur um erlenda skó, og enn voru slíkir skór kallaðir danskir
skór á Islandi í mínum uppvexti. Á fær. koma fyrir orðin graSifingur
og lekifingur, sbr. lat. digitus medicinalis (medicus) eða aðeins medicus.
Á isl. kemur fyrir grœSifingur, en orðið baugfingur ryður sér nú æ
meira til rúms. íslenzka orðið írafár mætti ef til vill skýra með hliðsjón