Skírnir - 01.01.1962, Page 221
Skímir
Ritfregnir
213
öld, verið vafið inn í lýsingar orðanna (definitions) til þess að sýna orðin
í samhengi. Vitnað er til meira en 14 þúsund mismunandi höfunda vegna
þess, hvemig þeir nota orðin eða fella þau í ramma setninganna, en ekki
vegna skoðana þeirra eða tilfinninga.“ Enginn málfræðingur gæti haft
neitt á móti þessum reglum, fremur mundi hann syngja orðabókarhöf-
undunum hástafalof.
Svo að haldið sé áfram að skýra frá reglum orðabókarinnar, þá er
sagnatviksorðasamböndum eins og run down og nafnorðasamböndum eins
og clothes moth auðvitað ekki dreift á einstaka hluta þeirra, heldur prent-
uð sem heild. Er þetta sjálfsagður hlutur. En svo er önnur regla, sem
meiri deilur kynni að verða um eða, réttara sagt, hafa orðið um. Það er
að nota aldrei merkið colloquial (daglegt mál), „af því að það er ómögu-
legt að vita hvort orð, slitið út úr samhengi, er daglegt mál eða ekki“,
segja orðabókarhöfundarnir. Mér er sem ég heyri Mencken segja, að þetta
mundi valda ópi og óhljóðum meðal ameriskra skólakvenna, en jafnvel
J. Donald Adams í Thc New York Times Book Review 11. febrúar er
ekki mjög hrifinn af nýju orðabókinni og reglum hennar, sízt þessari:
„Ég fyrir mitt leyti, eftir athugun mína á bókinni, skal aldrei framar
líta i þennan nýja Merriam Webster. Auk reglnanna, sem bókin er byggð
á, eru fjölmargar orðskýringar hennar ritaðar á hroðamáli, og stundum
óljósari en þær gætu verið, af því að höfundamir skirrast við að nota
kommusetningu. Sem heimildarrit mundi ég telja hana eina reginkór-
villu (a gigantic flop), en lesandinn getur ráðið það með sjálfum sér,
hvort taka beri þessi orð í merkingunum daglegt mál eða dónalegt tal
(vulgar).“
En hver er ég að deila við Donald Adams um amerískt (laust) mál?
En sem málfræðingur get ég að vísu verið viss um, að ekki hefur verið
amazt við orðum um amerisk facts of life, og hef ég ekkert út á það að
setja. Samt fann ég ekki klámorð, sem Hemingway notar einhvers staðar
í skáldsögum sinum og jafnvel íslenzk atómskáld hafa tekið upp í kvæði
sín. En þessi orð eru merkt klámfengin (vulgar), svo sem vera ber í orða-
bókinni; á sama hátt er slang merkt svo og einstaka framburður svo, að
hann ekki nái máli (substandard).
Sem málfræðingur og útlendingur harma ég það, að Websters-orðabók
notar enn ekki alþjóðaframburðartákn til að merkja framburð, heldur
að mestu leyti hin fornu tákn, sem dregin eru af enskum stafsetningar-
venjum og er lítil hjálp útlendingum, ekki sizt þar sem í þessari nýju
orðabók virðist blandað saman hljóðfræðilegum (phonetic) og hljóðkerfi-
legum (phonological) sjónarmiðum. Yfirleitt læzt hljóðfræðin hér
vera rituð frá hljóðkerfilegum sjónarmiðum (sjá phonemicity), sem fyrst
komu til notkunar í fyrstu hljóðfræðiritgerðinni íslenzku, sem gefur dæmi
af andstæðum, svo sem bet: pet, Halloween: Valhalla wean. Stundum
eru þó hreinar hljóðfræðilýsingar, sem ég hef ekki áður fundið á amer-
ískum bókum. Sjá til dæmis ritgerðina um flapur-framburðinn á amerísku