Skírnir - 01.01.1962, Page 223
Skírnir
Ritfregnir
215
á Eyrarbakka (Rvík 1958) 471 bls. Eyrarbakki var samhrepptur Stokks-
eyri til 1897, svo að Hraunshverfinga saga er þáttur i sögu sama fólks
og sama byggðarlags og Stokkseyringa saga. Um þá Stokkseyringa hefur
hann þvi samið um 2000 Skírnissiður, en auk þess gefið út um þá þátta-
söfn og Söguna af Þuríði formanni. — Ekki er Guðni einn um að hafa
skrifað um strandbyggja Flóans. Vigfús Guðmundsson frá Engey gaf út
þrjár bækur um Sögu Eyrarbakka (Rvik 1945—49), dró þar saman mikið
efni, en dó frá fjórðu og siðustu bókinni. Um sama byggðarlag fjalla að
miklu leyti Austantórur Jóns Pálssonar og ýmis önnur rit.
Það er ekki að ástæðulausu, að eyrarnar og bakkarnir milli Þjórsár og
Ölfusár hafa dregið að sér athygli fræðimanna og orðið þeim rannsóknar-
og ritaefni. Þar var löngum aðalverzlunarstaður Suðurlands. Á einokun-
artímunum tók kaupsvæði Eyrarbakka yfir öll héruð frá Skeiðará vestur
fyrir Selvog eða nær þrjár sýslur, og var það víðáttumesta og fjölmenn-
asta verzlunarumdæmi landsins. Síðar voru þar landsfrægar verzlanir,
og þar var stofnað fyrsta samvinnukaupfélag á Suðurlandi (1888). Á
Stokkseyri var allmikil verstöð og frægir sjósóknarar eins og Vopna-Teitur
og Þuríður formaður. Á Eyrarbakka starfar elzti barnaskóli landsins; þar
hófst kennsla 1852. — Báran á Eyrarbakka og Verkalýðs- og sjómanna-
félagið Bjarmi á Stokkseyri eru með elztu verkalýðsfélögum hér á landi,
stofnuð árið 1904, og söngmennt þeirra þar suður á ströndinni er löngu
landsfræg. — Að Eyrarbakka og Stokkseyri leggur nýi tíminn einna
fyrst að landi Sunnlendinga.
Á undanförnum árum höfum við Islendingar eignazt allmörg rit um
sögu einstakra héraða, misjöfn að gæðum og gildi, eins og eðlilegt er.
Af því að við eigum engin viðhlítandi heildarrit um sögu íslenzkra at-
vinnuvega, ekki einu sinni rækilega handbók um sögu þjóðarinnar, þá er
héraðssöguhöfundum vorkunn, þótt þeim verði skreipt á bilinu milli sér-
sögu héraða og almennrar landssögu. I eftirmála segir Guðni, að jafnan
verði „að hafa hina almennu sögu í huga og láta hana í hæfilegum mæli
mynda baksvið sérsögunnar á sama hátt og hin almenna þjóðarsaga verð-
ur að taka tillit til sögu nágrannaþjóðanna og jafnvel mannkynssögunnar
í heild. Með þau sjónarmið í huga hefi ég að öllum jafnaði gert mér far
um að rekja til upptaka þau fyrirbæri í atvinnulífi og menningu þess sér-
staka byggðarlags, sem rit þetta fjallar um, og tengja þau þannig þjóð-
arsögunni" (301). Þetta heildarsjónarmið er tvímælalaust rétt, eins og
sakir standa, og Guðni hefur fylgt þvi dyggilega. Stokkseyringa saga er
þvi ekki einungis saga fólks, atvinnuhátta og menningar í litlu þorpi við
brimsollna strönd, heldur veitir hún einnig innsýn í sögu þjóðarinnar,
einkum á breytingatímum 19. og 20. aldar. Þama úðruðu menn langar
aldir að fomum sið á svipaðan hátt og í öðmm sjávarplássum. Um sam-
tímamenn sína segir Páll Vídalín:
Vilji einhver segja þeim satt,
svara þeir á annan veg: