Skírnir - 01.01.1962, Page 224
216
Ritfregnir
Skírnir
„Faðir minn sæli, sé honurn glatt,
sá hafði það líkt og ég.“
Að lokum hófust breytingarnar hér á landi, verkaskipting og tæknibylt-
ing hélt innreið sina einnig á Stokkseyri.
Hingað til hefur mörgum hætt við að kæfa landssögu okkar í brota-
silfri persónusagna, einstaklingar hafa byrgt þeim heildarsýn. Guðni er
mikill ættfræðingur, eins og alþjóð veit, og hefur yndi af persónusögu.
Innan héraðssagna á þessi þáttur sagnfræðinnar heima, og honum verð-
ur eflaust ekki gerð öllu betri skil en Guðni gerir í Stokkseyringabókum
sínum. Þeim, sem fást við ættfræði og að semja ábúendatöl, vil ég ein-
ungis benda á, að í verzlunarbókum 18. aldar er að finna ábúendatöl um
meginhluta landsins, og ættu þeir að gefa þeim heimildum gaum, er kirkju-
bækur og manntöl þrýtur.
Örnefni eru oft merkilegar heimildir um atvinnu- og byggðarsögu.
örnefnaþáttur Stokkseyringa sögu er rýr. Ritið fjallar um lítið svæði, svo
að þar hefði getað rúmazt rækileg örnefnaskrá og landabréf, þar sem ör-
nefnunum hefði verið markaður staður ásamt fornum görðum og mann-
virkjum. Á Stokkseyri sér marka fyrir miklum vallargarði „er umlykur
nokkurn hluta hverfisins". 1 Grágás er gert ráð fyrir, að menn vinni að
garðhleðslu í þrjá mánuði á ári, og mun sú mikla garðhleðsla hafa verið
m. a. til vamar ræktunarlöndum. Björn M. Ölsen taldi, að örnefnin: gerð-
ar og gerði, tröð o. m. fl., væru heimildir um forna akuryrkju, en margar
heimildir sanna, að hér var stunduð allmikið kornyrkja sunnan lands og
vestan að fomu og korn var jafnvel flutt úr landi. Guðni er hálfvantrúaður
á það, að mikið hafi kveðið að komyrkjunni. Ýmsar heimildir (gerða-
nöfn, Traðarholt, vallargarðurinn fomi og máldagar Gaulverjabæjar)
benda til þess, að Stokkseyringar hafi verið miklir ræktunarmenn fyrr á
öldum eins og fólk víðar i sjávarplássum (Vestmannaeyjum, Garði, Álfta-
nesi, Akranesi og víðar). Þeir hafa reynzt miklir áhugamenn um sögu
sina og menningarmál og ættu því að ganga á undan með góðu fordæmi
og láta jarðfræðing frjógreina jarðveginn í hinum fornu gerðum. Á þann
hátt er hægt að komast að ömggum niðurstöðum um jarðræktarsögu
byggðarlagsins og sanna eða afsanna kenningar Bjöms M. Ölsens um korn-
yrkjuna. Irar hafa sennilega verið hér brautryðjendur í kornyrkju, og í
afskekktustu byggðum Irlands (og á Færeyjum) mun enn í dag geta að
líta fornar „íslenzkar" komræktaraðferðir, ef svo má að orði komast. Ira-
gerði á Stokkseyri er sennilega fom akurreitur.
Stokkseyringa saga er í alla staði hið vandaðasta rit, höfundi sinum
og útgefanda til hins mesta sóma. Höfundur hefur rika samúð með sögu-
hetjum sínum, háum sem lágum. Hann er jafnvel of vandur að virðingu
þeirra og má varla nokkurs vamm vita. Guðni ann viðfangsefni sínu og
sér i því ekki einungis sögu fámenns sjávarþorps, heldur einnig islenzkra
kynslóða.
Björn Þorsteinsson.