Skírnir - 01.01.1962, Síða 225
Skímir
Ritfregnir
217
Per Hovda: Norske fiskeméd. Landsoversyn og to gamle médböker.
Skrifter frá Norsk Stadnamnarkiv ved Per Hovda. 2. Universitetsforlaget.
Oslo 1961.
Höfundur þessa rits er forstöðumaður norsku örnefnastofnunarinnar,
og fyrir það varð hann doktor við Óslóarháskóla síðastliðinn vetur. Hann
er gagnkunnugur hinu mikla örnefnasafni Norðmanna og hefur að því
leyti sérstaka aðstöðu til þess að fjalla um það efni, sem hann rannsakar
í bók sinni, en auk þess er hann fæddur og uppalinn við sjó og hefur
stundað fiskveiðar.
Föng til þessa rits hefur höfundur dregið að úr ýmsum áttum, nokkuð
úr prentuðum ritum, en langmestu hefur hann safnað sjálfur með því að
ræða við gamla sjómenn í verstöðvum landsins, þar sem verið hefur heim-
ræði og útver. Hér er um að ræða grundvallandi rannsóknarrit, því að
mér er ekki kunnugt, að með öðrum þjóðum hafi svo viðfeðm athugun
verið gerð á fiskimiðum sem í þessari bók. Ég efast ekki um, að þetta rit
Hovda muni hafa verulegt gildr fyrir miðarannsóknir íslendinga, þegar
að því kemur, að farið verður að sinna þeim.
1 inngangi ritsins gerir höf. í stuttu máli grein fyrir hinu sögulega
baksviði fiskimiðanna — tengslum þeirra við veiðarfæri og fiskveiðiað-
ferðir. Hann bendir á, hvernig fomleifafundir og frásagnir gamalla rita
leiði í Ijós foma hætti i norsku útræði, og af þeim megi marka, að enn
í dag séu notaðar sömu veiðiaðferðir og tíðkazt hafi í aldaraðir.
1 höfuðkafla ritsins er fjallað um þau orð, sem notuð em til að lýsa
íiskimiðum, og er þeim skipt í þrjá flokka. Virðist rannsókn höf. á öllum
aðalorðum mjög nákvæm og studd fjölda dæma. ■— Fyrst eru heiti, sem
em tengd sjónum og gróðri hafbotnsins. Skýring hans á orðinu haf er
alveg ný og einkar athyglisverð. Það hefur verið talið leitt af sögninni
að hefja, i merkingunni, að eitthvað hefji sig upp, sjórinn rísi. En Hovda
telur upprunamerkinguna aðra. Rannsóknir hans leiða í ljós, að orðið haf
sé m. a. notað sem heiti á fiskislóðum -— miðum. Hann viðurkennir, að
haf sé leitt af sögninni að hefja, en ekki i merkingunni að risa, heldur
taka upp, draga upp, sbr. hefja á loft. Að hans dómi er því haf svæði, þar
sem eitthvað er dregið upp, t. d. þar sem fiskur er dreginn á handfæri.
Síðan bendir hann á orðin djúpshaf og djúpshöfn, en þau em sömu merk-
ingar og tákna það, sem notað er til þess að draga með úr djúpi, sem sé
veiðarfæri. En ísl. orðið djúpshöfn er alkunna í þeirri merkingu.
Þegar ég hafði lesið þessa skýringu Hovda á orðinu haf, athugaði ég,
hvort ég fyndi í fiskimiðasafni minu nokkurt dæmi um, að haf merkti
fiskimið. Varð ég þess þá vísari, að eitt af Oddbjarnarskersmiðum á Breiða-
firði heitir Á vesturhafi. Að minni ætlan táknar haf hér vafalaust mið,
og má benda á því til stuðnings, að næsta mið við heitir VesturslóS á
Skorarnefi.
Síðan kemur í bók Hovda flokkur miðanafna, sem tákna hæð, dýpt eða
lögun sjávarbotns. Fjölmargt er þar sameiginlegt ísl. miðanöfnum. Orðið