Skírnir - 01.01.1962, Page 228
220
Ritfregnir
Skírnir
Hcrmann Pálsson: Sagnaskemmtun íslendinga. Reykjavík 1962.
Hermann Pálsson unir lítt við herraveldi aldurhniginna kennisetninga,
og í verkum hans birtist einatt vilji til að kippa fótunum undan þeim.
Þess má geta, að hann er hallur undir kenningar Barða Guðmundssonar
um Njálu og uppruna Islendinga. Hermann veit, sem er, að sífelld endur-
skoðun er óumflýjanleg í fomislenzkri hókmenntasögu, þar sem vart verð-
ur þverfótað fyrir vafasömum eða hæpnum tilgátum, eins og nærri má
geta. Það er þó hægara sagt en gert að kollvarpa þeim. Ástæðan liggur i
augum uppi. Ný lausn, hversu snjöll sem hún annars kann að vera, er
engin úrhót, svo framarlega sem ekki fylgi viðunandi röksemdarfærsla;
hún ein skilur á milli feigs og ófeigs.
1 þessari nýju bók, Sagnaskemmtun Islendinga, sem Hermann lætur
frá sér fara, er hann heldur hetur í essinu sínu. Hann varpar fram nýstár-
legri skýringu á upptökum og þroskasögu hinnar fomu íslenzku sagna-
ritunar. Fari hann með rétt mál, gætum við talað um byltingu i bók-
menntasögunni. Þar eð öll bókin er byggð upp til stuðnings þessari skýr-
ingartilgátu, skal eingöngu fjallað um hana, og má þá sitthvað verða út
undan, sein rétt hefði verið að minnast á.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að sagnaskemmtun, þ. e. sá sið-
ur á íslenzkum sveitabæjum að lesa sögur í heyranda hljóði til afþrey-
ingar, er eitt sérstæðasta fyrirbæri íslenzkrar menningarsögu. Þetta atriði
tekur Hermann til meðferðar og rekur sögu þess eftir ýmsum heimildum.
Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að sagnaritunin foma og sagnaskemmt-
unin verði ekki aðskildar; skemmtanaþörfin hrindi beinlínis sagnagerð-
inni af stokkunum og knýi stöðugt sagnaritara til að verða við eftirspurn
eftir sögum til lestrar. Nœr öll fornrit eru skemmtirit. Upphaf sjálfrar
sagnaritunarinnar hyggur hann hafi átt sér stað 1119 í hinu fræga Reyk-
hólabrúðkaupi, þegar þeir Ingimundur og Hrólfur frá Skálmamesi
skemmtu með sögum, sem þeir höfðu sjálfir saman sett, af Ormi Barr-
eyjarskáldi, Hrómundi Gripssyni og fleiri fornköppum. Sögur þessar eiga
að hafa verið lesnar upp af bókum, og eru því fyrrgreindir menn fyrstu
sagnaritararnir, er rita á íslenzku.
Hvað er nýtt í þessu hjá Hermanni? Við skulum ganga úr skugga um
það með því að tæpa á arftekinni skoðun, eins og hún kemur fram víða í
ritum Sigurðar Nordals, einkum Snoira Sturlusyni (1920). Sigurður gerir
ráð fyrir tveim meginstefnum sagnaritunarinnar og kallar þær vísindi og
skemmtun. Óþarft mun í þessu sambandi að skilgreina þessi hugtök nánar.
Þessar stefnur leikast við eða togast á, en ná fyllsta samræmi i verkum
Snorra Sturlusonar. Vísindastefnan eða stefna Ara fróða ræður allri bók-
festu á 12. öld; skemmtisögur eða fomaldarsögur í likingu við sögumar í
Reykhólabrúðkaupinu em ekki skrásettar fyrr en um eða eftir miðbik
13. aldar, þótt þær lifi vissulega allan timann á vömm þjóðarinnar.
Af þessu má skilja, að Hermann hyggst umturna kenningu Sigurðar
Nordals um hlutdeild vísinda og skemmtunar í sagnagerðinni. Að ætlun