Skírnir - 01.01.1962, Qupperneq 229
Skímir
Ritfregnir
221
Hermanns komast báðar þessar stefnur á bókfellið á 12. öld, en skemmt-
unin er hafin til vegs og valda. Hún ein leysir hina miklu gátu: Hvað
olli glæstu bókmenntaafreki Islendinga til forna? Sagnaskemmtun Her-
manns innbyrðir að heita má vísindi og skemmtun Nordals. Vísindastefn-
an er nánast aukaatriði fyrir þróun sagnaritunarinnar, og Ari fróði er
ekki lengur faðir íslenzkra bókmennta, heldur tveir vestfirzkir sagnamenn.
Þróunarkenning Sigurðar Nordals er nú komin til ára sinna, og ýmis-
legt hefur komið á daginn, sem gæti í einhverjum atriðum hnikað til
skilningi hans, enda er hér um stórfellda og margþætta hugarsýn að ræða.
Kenning Nordals er af þeim sökum ærið umhugsunarefni og þess fylli-
lega verð að vera tekin stöðugt til endurskoðunar frá ýmsum hliðum.
Hermann ræðir þvi í bók sinni brýnt vandamál, en spurningin er, hvort
hann hafi leyst vandann eða þokað þessum málum í rétta átt.
Augljós kostur við kenningu Hermanns er, hve einföld hún er í snið-
um. Hið alkunna viðskiptalögmál um framboð og eftirspurn á að skýra
upptök, vöxt og viðgang sagnaritunarinnar. Þetta virðist girnilegt við
fyrstu sýn, en ég skal ekki draga neina fjöður yfir það, að ég er nokkuð
vantrúaður á þetta. Skal nú reynt að rökstyðja það, eftir því sem ástæð-
ur leyfa.
Idermann telur í bók sinni, að Ingimundur Einarsson og Hrólfur frá
Skálmarnesi hafi lesið upp sögur sínar skrásettar i Reykhólabrúðkaupinu
1119, enda er þetta grundvallaratriði í kenningu hans. Röksemdir hans
eru einkmn tvær. Snorri Sturluson kemst þannig að orði í formála sín-
um að Ólafs sögu helga:
1) Það var meir en tvö hundruð vetra tólfræð, er ísland var byggt, áður
menn tæki hér sögur að rita . . . (bls. 47).
2) Ari prestur Þorgilsson hinn fróði ritaði fyrstur manna hér á landi
að norrænu máli fræði, bæði foma og nýja (bls. 48).
Hermann leggur þannig út af orðum Snorra, að Islendingar hafi tek-
ið að rita sögur röskum 240 ámm frá upphafi landsbyggðar (þ. e. um 870)
eða ekki löngu eftir 1110; þetta geti ekki átt við Ara fróða, þar eð hann
ritaði „fræði", og Snorri hafi að öllum líkindum í huga sögurnar í Reyk-
hólabrúðkaupinu.
Því miður verður ekki mikið byggt á þessu. Orðið „saga“ hefur víðtæka
merkingu á dögum Snorra, eins og reyndar í nútiðarmáli. Ein merkingin
er „frásögn“, og má þá væntanlega efni hennar vera af ýmsum toga, og
er skammt til merkingar orðsins „fræði“, „söguleg frásögn“. Það er því
hugsanlegt, að „sögur“ og „fræði“ merki hér hið sama. En ef svo er ekki,
er skylt að athuga, að Snorri segir „meir“ en tvö hundmð vetra tólfræð,
og kann þá jafnvel að eiga við 1150 eins og 1120. Það er varasamt að
taka ummæli Snorra ætíð bókstaflega í fomálum hans að Ólafs s. helga
eða Heimskringlu. Ég vil nefna sem dæmi, að Snorri lætur svo ummælt,
að í Ynglingatali Þjóðólfs úr Hvini séu nefndir þrír tigir langfeðga Rögn-
valds heiðumhæra og sagt frá dauða hvers þeirra og legstað (Hkr. 1,4,