Skírnir - 01.01.1962, Síða 230
222
Ritfregnir
Skirnir
útg. Bjarna Aðalbjarnarsonar). En J>að má hafa fyrir satt, að í kvæðinu
hafi aldrei verið taldir nema 26 langfeðgar Rögnvalds, og sagt hafi verið
einungis frá legstað 7 þeirra. Þessi orð Snorra sanna að mínu viti hvorki
af né á.
í öðru lagi styðst Hermann við frásögn Þorgils s. og Hafliða af brúð-
kaupinu:
Hrólfur frá Skálmarnesi sagði sögu sögu frá Hröngviði víkingi og frá
Ólafi Liðsmannakonungi og haugbroti Þráins berserks og Hrómundi
Gripssyni og margar vísur með. En þessari sögu var skemmt Sverri
konungi, og kallaði hann slíkar lygisögur skemmtilegastar. Og þó
kunna menn að telja ættir sínar til Hrómundar Gripssonar. Þessa sögu
hafði Hrólfur sjálfur saman setta.
Ingimundur prestur sagði sögu Orms Barreyjarskálds og vísur
margar og flokk góðan við enda sögunnar, er Ingimundur hafði ort-
an, og hafa þó margir fróðir menn þessa sögu fyrir satt (bls. 51).
Hermann hefur ótvírætt rétt fyrir sér, þegar hann telur, að orðtækið
„að segja sögu“ skeri ekki úr um það, hvort stuðzt sé við skráðar sögur
eða ekki. Hins vegar sækir Hermann úrslitarök til annars orðasambands.
Honum farast svo orð:
Orðtækið „að setja saman sögu“, sem notað er um starfsemi Hrólfs,
bendir eindregið í þá átt, að hann hafi ritað söguna. Merking þess
er „að semja“, og það er aldrei notað um önnur en rituð verk, og
kemur það þó oft fyrir að fornu. Þetta er lærdómsorð og er eins kon-
ar þýðing á latnesku sögninni ,,„compono“, og merking þess gerit'
það mjög ósennilegt, að hin samsetta saga Hrólfs hafi ekki verið rit-
uð. Þótt öðrum rökum en merkingu þessa orðasambands væri ekki til
að dreifa, mætti telja það fulivíst, að átt væri við ritað verk (bls. 52).
Hér hygg ég, að Hermanni skjöplist. Það má vera rétt, að orðasam-
bandið „að setja saman sögu“ komi ekki fyrir í fornu máli nema um rit-
aðar sögur. En orsökin er að öllum líkindum sú, að fornar heimildir greina
ekki frá neinni munnlegri sagnagerð nema þessari á Reykhólum. En vert
væri þá að skýra, hvernig menn hafi orðað þé starfsemi. Merking orð-
tækisins „að setja sarnan" er trúlega sú sama eða svipuð og í nútima-
máli „skeyta saman, smíða, búa til“, og er þá ugglaust undir hælinn lagt
með það, hvort samsetningin hafi verið fest á skrá eða ekki. I bók Her-
manns rekst ég á svohljóðandi tilvitnun til Ólafs s. helga eftir Styrmi
fróða:
Kvæði mörg þau, er skáldin hafa ort og saman sett af lifi og laga-
stjórn hins heilaga Ólafs konungs o. s. frv. (bls. 122).
Skáldin hafa „sett saman kvæði“ sín, og mun enginn halda því fram, að
skáldin hafi skráð kvæði sín, um leið og þau ortu.
Mér virðist engin nýtileg rök hníga til þess, að sagnamennimir á
Reykhólum hafi haft skráðar sögur til upplestrar. En hinu ber ekki að
neita, að ekkert er það í lýsingunni sjálfri á Reykhólaveizlunni, sem tek-