Skírnir - 01.01.1962, Side 231
Skírnir
Ritfregnir
223
ur af skarið um það, að þeir liafi ekki stuðzt við bókfestar sögur. Þar koma
til aðrar röksemdir, sem minnzt verður á síðar. Ég held við látum það
vera að steypa Ara af stalli að svo stöddu.
Aftur á móti er ekki ósennileg sú ætlun Hennanns, að fyrrgreind saga
eftir Hrólf frá Skálmarnesi hafi þegar verið í letur færð, er hún var sögð
til skemmtunar Sverri konungi, enda horfir málið allt öðruvisi við um
1200 en um 1120. Ritlistin er þá orðin svo útbreidd, að hið hagnýta
sjónarmið (sjá siðar) er tæpast lengur einrátt um, hvað sé á bækur sett.
Að framansögðu má rúða, að trúa ber varlega þeirri staðhæfingu Her-
manns, að islenzk sagnaritun eigi upptök sín að þakka sagnaskemmtun-
inni. Að sjálfsögðu hefur sagnaskemmtunin átt drjúgan þátt í þróun og
stefnu islenzkra bókmennta, en mér þykir of djúpt í árinni tekið, þegar
Hermann gerir nánast hana eina að allsherjarskýringu á tilurð og þroska
sagnagerðarinnar og telur fornritin nær öll skemmtisagnarit, sem hafi
verið sett saman til að verða við skemmtanaþörfinni. Líklega veldur hér
miklu um hugtakanotkun Hermanns.
Fyrst skal geta þess, að með „sagnaskemmtun" á Hermann eingöngu
við upplestur sagna af bókum (bls. 9) andstætt „munnlegri" sagna-
skemmtun. Á einum stað farast Hermanni svo orð. „Á því getur naum-
ast leikið nokkur vafi, að allt frá upphafi sagnaskemmtunar hafa sögur
verið ritaðar i því skyni, að þær væri lesnar upp til skemmtunar“ (bls. 15).
Þetta er merkingarlaust, þar sem skilgreiningin felur í sér, að engin
sagnaskemmtun sé til án bóka. Og hver er merkingin í eftirfarandi setn-
ingu: „Sagnaritunin tekur þvi yfir hér um bil jafnlangan tíma og sagna-
skemmtunin sjálf“ (bls. 33) — úr því að sagnaritunin hefst með sagna-
skemmtuninni að dómi Hermanns? En þetta eru smámunir einir saman-
borið við notkun hans á orðinu „skemmtun“.
Hermann leitast við að virða fornsögurnar fyrir sér frá sjónamiiði
njótenda eða lesenda; þetta ætti þó ekki að leiða til neins fersks skilnings,
þar eð Hermann tekur fram, að tilgangur sagnanna sé sá sami og hlut-
verk þeirra (bls. 15). Þess vegna mú spyrja: Er megintilgangur alls þorra
islenzkra fomrita að skemmta? Augljóst er, að álitlegur hópur fomsagna
svo sem fornaldarsögur eru ritaðar í skemmtunar skyni. En hvernig fer
Hermann að því að þröngva mestöllum heilagra manna sögum, konunga
sögum, Islendinga sögum og samtíðar sögum undir heitið „skemmtirit"?
Skilningur Hermanns byggist á eftirfarandi forsendu:
Þó er rétt að hafa það í huga, að skemmtunargildið kemur ekki eitt
til greina. Sumar sögur em sagnfræðilegar, því að mikil áherzla er
lögð á sannfræðilegt gildi þeirra. Aðrar sögur færa oss ýmiss konar
boðskap. En allar sögur hafa það sameiginlegt, að þeim er hægt að
beita við sagnaskemmtun, menn geta lesið þær upp öðmm til skemmt-
unar (bls. 162—163).
Hér fáum við að heyra, að klerkleg áróðursrit beri að telja til skemmti-
sagnarita (sbr. bls. 60,92,120), af því að menn gátu lesið þau upp öðmm