Skírnir - 01.01.1962, Síða 233
Skimir
Ritfregnir
225
og rit Ara. Ef skemmtisögur á borð við sögumar í Reykhólabrúðkaupinu
eru fyrstu íslenzku sagnaritin og algengar á dögum höfundar málfræði-
ritgerðarinnar, því minnist hann ekki á þær? Því ber Hermanni vitan-
lega að svara.
Orð Fyrstu málfræðiritgerðarinnar verða ekki léttvæg fundin, heldur
koma þau heim við almenn bókmenntasöguleg rök. Ritlistin siglir í kjöl-
far kirkjunnar, áróðursvopn, sem kirkjan grípur óspart til við útbreiðslu
fagnaðarerindisins, sbr. „þýðingar helgar". Hið veraldlega vald notar
þetta nýja tæki til að skrásetja lög, máldaga, ættartölur o. s. frv. Elztu
bókmenntir íslendinga leysa úr brýnni þörf ríkis og kirkju og eru af þeim
sökum hagnýtar. Sömu sögu er að segja af bókmenntum annarra þjóða.
Það er í sjálfu sér fráleitt að gera ráð fyrir, að skemmtisagnarit séu fyrst
skrásett, þar sem kirkjan og höfðingjavaldið réðu yfir þessu nýja tæki.
Fyrst þegar leyst hafði verið úr brýnustu þörfum, gátu skemmtisögur
komizt á bókfellið.
Margvísleg vafaatriði, sem ekki verða rædd hér, koma fyrir í bókinni.
Ég vil þó leiðrétta þá villu, að Gunnlaugur munkur Leifsson er talinn
hafa ritað sögu um Guðmund biskup Arason (bls. 60).
Rók Hermanns einkennist af andlegu fjöri og dirfsku, en röksemdar-
færslan er haldlítil; fyrir bragðið leysir hann engin vandamál. En rit
Hermanns er á ágætu máli, eins og hans er vandi.
Bjarni GuSnason.
Early Icelandic Manuscripts in Facsimile. Vol. IV. Lives of Saints.
Perg. Fol. Nr. 2 in the Royal Libraiy, Stockholm. Edited by P. Foote.
Rosenkilde and Ragger. Copenhagen 1962.
Þar sem vísindin leita sannleikans og ljósmyndin lýgur aldrei, hefur
ljósmyndatæknin reynzt frábær úrlausn margvíslegra vandamála, sem
handritafræðingar eiga við að etja. Þetta hefur leitt til þess, að ljósprent-
uðum útgáfum fornra skinnbóka fjölgar stöðugt, og verður sem betur fer
ekkert lát á þeim í bráð, þar sem tvö merk bókaforlög í Höfn hafa nú um
skeið gefið út hvort í sínu lagi tvo flokka slíkra bóka. Annað er Munks-
gSrd, sem er reyndar enginn viðvaningur í þessum efnum, sbr. Corpus
Codicum Islandicorum medii aevi (20 bindi), en heldur nú uppi Manu-
scripta Islandica, sem mun víst eiga að verða önnur 20 bindi. Hitt forlagið
er Rosenkilde og Ragger, sem hófu sína útgáfu ljósprentaðra handrita
fyrir fjómm ámm, og nefnist safn þeirra Early Icelandic Manuscripts
in Facsimile. Að því er ég bezt veit, er fyrirhuguð útgáfa 14 skinnbóka,
sem hafa ekki áður verið ljósprentaðar. Jón Helgason er potturinn og
pannan í allri þessari útgáfustarfsemi og jafnframt ritstjóri.
Á þessum fjómm árum hefur komið út ein Ijóprentuð skinnbók árlega
hjá Rosenkilde og Bagger, og má það teljast allsæmilegt, því að þessar
skinnbækur allar em miklar að fyrirferð og því kostnaðarsamar í ljós-
prentun. Þessi skinnhandrit em: Sturlunga Saga (Króksfjarðarbók, útg.
15