Skírnir - 01.01.1962, Qupperneq 235
Skirnir
Ritfregnir
227
Efni bókarinnar er, eins og heiti hennar bendir til, lýsing á þeim stöð-
um i Kaupmannahöfn, þar sem Islendingar héldu sig helzt, og inn í þá
lýsingu er fléttað atburðum, sem fyrir fslendinga komu í Kaupmanna-
höfn, en stundum þó farið nokkuð út fyrir þau takmörk, eftir því sem
nauðsyn krefur. Kaupmannahöfn var um margra alda skeið höfuðborg
íslands, megnið af verzlun landsmanna var tengd þessum stað, meiri hátt-
ar ákvarðanir um stjórn og dómsmál landsins voru þar teknar, islenzkir
afbrotamenn tóku þar út refsingar, og þangað sóttum við æðri menntun
og gerum raunar að nokkru leyti enn. Kaupmannahöfn var því að ekki
óverulegu leyti íslenzk borg. Efni það, sem hér er tekið til meðferðar, er
þannig umfangsmikið og varðar veigamikinn þátt í íslenzkri sögu. Höf-
undur hefir víða leitað fanga og grafið margt upp, sem merkilegt er og
gaman er að vita. Hann er einnig þaulkunnugur þeim slóðum, sem hann
lýsir. Bókin er þó ekki sagnfræðirit í strangasta skilningi. Efnistök öll
minna meira á vinnubrögð blaðamanns -—- í beztu merkingu þess orðs —
en sagnfræðings. Bókin ber það með sér, að höfundi er efnið hugleikið
og hann hefir yndi af að miðla öðrum þeim fróðleik, sem hann hefir
orðið vísari. Það er ekki einungis staðirnir, sem hann hefir áhuga á, held-
ur miklu fremur fólkið, sem þar hefir lifað, og örlög þess. Hann bregður
upp skýrum svipmyndum af því og kryddar frásögu sína mörgum smá-
sögum, ýmist gamansömum eða sorglegum, eftir því sem tilefni er til.
Hér er þannig að finna margvíslegan persónufróðleik. Af mörgu getur
lesandinn dregið ályktanir um áhrif Kaupmannahafnar á íslenzka menn
og íslenzk málefni. En hér er ekki að finna neitt heildarmat höfundar á
þessum áhrifum. Hefir hann sennilega aldrei ætlað sér neitt slikt. Annars
virðist mér það galli á bókinni, að aldrei er gerð grein fyrir því, hver
vinnubrögð höfundur hefir tamið sér né hvert hann stefnir. En þessi galli
er sameiginlegur mörgum öðrum bókum. Þá hefði það aukið gildi bókar-
innar, að nafnaskrá hefði fylgt. En vitanlega hefði slíkt lengt hana all-
mikið, þvi að margt er nafna í bókinni. Ég hafði bók þessa með mér til
Kaupmannahafnar í sumar og notaði hana til þess að átta mig á ýmsum
stöðum, einkum í háskólahverfinu. Saknaði ég þá mjög, að engin nafna-
skrá var til stuðnings, og sömuleiðis hefði mér þótt þægilegra, að kort
hefðu verið betri, einkum að merkt hefðu verið inn á þau fleiri hús, sem
á er drepið. En ef til vill hefir höfundur ekki ætlað sér að skrifa bók
fyrir íslenzka ferðalanga. En hvað sem um það er, getur bókin orðið ís-
lenzkum ferðamönnum í Kaupmannahöfn mikill styrkur og tengt dvölina
þar meira íslenzkum örlögum og íslenzkri sögu. Að minnsta kosti reynd-
ist mér svo.
Höfundur skrifar læsilegan stíl, á stundum þó nokkuð tilgerðarlegan,
og hann kann mikið í íslenzku máli, en þó er málið ekki með öllu hnökra-
laust. En ekki mun ég fara út í neinn sparðatíning. Frágangur bókar-
innar er frá forlagsins hendi vandaður og smekklegur.