Skírnir - 01.01.1962, Síða 237
Skírnir Ritfregnir 229
er J)ví óréttmætt að vanmeta um of stjórnmálastarfsemi dr. Valtýs Guð-
mundssonar.
1 kaflanum um skólaár Hannesar nefnir höfundur Jón Sigurðsson sem
annan þeirra manna, sem sterkast hafi orkað á hann á uppvaxtarárum
hans. Þvi til stuðnings nefnir hann nafnlausa grein, sem birtist í blaðinu
Norðlingi á Akureyri 15. júní 1880. Þetta er lýsing á jarðarför Jóns og
konu hans, en þau voru greftruð með mikilli viðhöfn í Reykjavik 4. maí
þ. á. (ekki 8. maí, eins og stendur í ævisögu Hannesar). En skömmu eftir
að ævisagan kom út, var á það bent í einu Reykjavikurblaðanna, að grein
þessi væri prentuð í III. bindi Ritsafns Benedikts Gröndals Sveinbjarnar-
sonar, en hann telur hana meðal verka sinna í ritaskrá sinni 1885. Um
þetta urðu blaðadeilur, þar sem Kristján Albertsson reyndi að færa sýnd-
arrök að þvi, að greinin væri samt sem áður eftir Hannes Hafstein, en
Benedikt Gröndal hlyti að hafa misminnt. Til mun vera bréf frá Skafta
Jósefssyni, ritstjóra Norðlings, þar sem hann biður Hannes að skrifa um
jarðarför Jóns. Það bréf er þó engan veginn sönnunargagn fyrir þvi, að
Hannes hafi ritað greinina. Hins vegar hafði hann rikar ástæður til þess
að hliðra sér hjá því. Hann hefur verið á kafi í prófönnum, lauk stúdents-
prófi í júnílok, um það bil tveimur vikum eftir, að greinin birtist í Norð-
lingi. Er því harla ósennilegt, að hann hafi haft tíma aflögu til að rita
svo langa og efnismikla grein. Hefði hann á annað borð ritað um jarðar-
förina, þá má heita víst, að hann hefði látið nægja einfalda frásögn af
því, sem fram fór, líkt og hann hafði gert í ritgerð sinni um félags-
byltinguna í Reykjavíkurskóla 1878. Hann hefði tæplega farið að rita um
stjórnmálabaráttu Jóns og hagi hans, til þess hefði hann þurft að fá alla
vitneskju sína frá einhverjum, sem var nákunnugur Jóni, t. a. m. Bene-
dikt Gröndal. Enn fremur er það vitað, að Hannes hafði ekki áhuga á
stjómmálum á skólaárum sínum, hvorki í Reykjavik né Kaupmannahöfn.
Eitt af því, sem fram kemur í Norðlingsgreininni, er hlýja í garð
Jóns Sigurðssonar og ræktarsemi við minningu hans. Þvi fer víðs fjarri,
að líkur séu til, að hér speglist hugarþel Hannesar Hafsteins. Jón hafði
verið harðasti andstæðingur föður hans í kláðamálinu svonefnda á sjötta
tug aldarinnar og það i svo ríkum mæli, að eitt sinn lá við handalög-
málum á milli þeirra. Þessar erjur eru Hannesi Hafstein efstar í huga
vorið 1880, er honum verður gengið upp í kirkjugarð, þar sem verið er
að múra gröf Jóns. Þá yrkir hann þessa vísu í ísköldum hálfkæringi:
ViS kalkáSa gröf.
Múrið, þér smiðir,
múrið trúlega
gröf um gráan hal,
svo að hans fósturböm,
fjárkláðamaurar,
aldrigi upp fái skriðið.