Skírnir - 01.01.1962, Side 238
230
Ritfregnir
Skírnir
Og árið 1883 er Hannesi kláðamálið ekki úr minni liðið, eins og sjá má
af vísum í bréfi einu (sjá formála Vilhjálms Þ. Gíslasonar að Ljóðmælum
Hannesar í íslenzkum úrvalsritum Menningarsjóðs). Hér má enn frem-
ur minna á það, sem Hannes orti um sönginn í kirkjunni við jarðarför
Jóns Sigurðssonar, þar sem hann nefnir Jón „karlhrófið". Er það annað
dæmi þess, hve Hannes á bágt með að sitja á strák sínum, þegar honum
verður hugsað til Jóns vorið 1880. Hitt er svo annað mál, að síðar á ævi
sinni fékk Hannes mætur á Jóni og þjóðmálastarfi hans.
Annað það, sem einkum er eftirtektarvert í greininni í Norðlingi, er
andúð í garð Hilmars Finsens landshöfðingja. Sagt er, að Alþingi feli hon-
um allt og sé í rauninni óþarft, hann ráði öllu o. s. frv. Við þessum ónot-
um er sízt að búast af 18 ára skólapilti Aftur á móti var Benedikt Gröndal
mjög sár við landshöfðingja um þessar mundir. Það er alkunna, hve
Gröndal tók það ætíð nærri sér, þegar honum fannst skáldbræðrum sin-
um gert hærra undir höfði en sér. Nú stóð svo á, að landshöfðingi hafði
annazt um undirbúning að jarðarför Jóns Sigurðssonar ásamt tveimur
mönnum öðrum, en auk þeirra voru þeir Steingrímur Thorsteinsson og
Matthías Jochumsson í útfararnefndinni. Við jarðarförina voru sungin
kvæði eftir þá báða, en síðast var sungið kvæði eftir Gröndal í kirkju-
garðinum. Ekki þurfti meira til, hann fyrtist mjög af þeirri óvirðingu,
sem honum fannst sér sýnd með þessu. Þegar hann skrifar um þetta í
Dægradvöl nærri því aldarfjórðungi síðar, brýzt gremjan fram, að vísu
ekki í garð landshöfðingja, heldur Matthíasar og Steingrims. Þá hefur
verið farið að fyrnast yfir það í huga hans, að landshöfðingi bar í raun-
inni allan veg og vanda af útför Jóns.
Enn fremur ber á það að líta, að greinin ber öll einkenni hins sér-
kennilega ritháttar Gröndals. Það þarf ekki annað til dæmis að taka en
upphafið. Þegar á eftir fyrstu setningunni kemur löng innskotsklausa í
svigum. Þess háttar útúrdúrar eru einkennandi fyrir stíl Gröndals. En
hætt er við því, að ungur skólapiltur hefði reynt að skrifa fyrstu blaða-
grein sína dálítið skipulegar. Það eiu meira að segja sáralitlar líkur til
þess, að Hannes hefði getað skrifað svona „hágröndalska“ grein, þótt hann
hefði kappkostað að líkja eftir stíl kennara síns. Og hvers vegna ætti hann
að hafa gert það?
Af líkum má ráða, að tildrög greinarinnar hafi verið þessi: Skafti rit-
stjóri biður Hannes að skrifa um jarðarförina, en hann færist undan því
bæði vegna annríkis og gamals kala í garð Jóns Sigurðssonar. Þeir Skafti
og Benedikt Gröndal eru gamlir kunningjar frá Kaupmannahöfn, og það
atvikast svo, að Gröndal hleypur í skarðið, þegar Hannes bregzt, og gríp-
ur feginn tækifærið til að narta ofurlítið í landshöfðingja og minnast
jafnframt Jóns af hlýhug. Mér er ekki unnt að koma auga á nein rök,
sem staðizt fái, fyrir þvi, að Hannes hafi ritað greinina. Hins vegar mætti
tína til ýmis fleiri atriði, sem öll benda eindregið til Gröndals. Og rita-
skrá hans ætti loks að taka af öll tvímæli um þetta. Þannig getur alls