Skírnir - 01.01.1962, Side 249
Skímir
Ritfrcgnir
241
in ádeilu á uppskafningshátt, lítilmennsku, ótryggð og fégirnd. Endra
nær afhjúpar skáldið harmsár örlög persónanna. Hvorki virðist þó uppi-
staða né ivaf nornanna verk, heldur sjálfskaparviti eða ógæfa tekin í arf.
Meðal kímilegustu sagnanna eru Aldnar hendur, þar sem gert er hros-
legt gys að vanafestu og aðburðaleysi í kvonhænum. Oftar gætir þó
óstýrilætis í ástamálum, og er skáldið enn samt við sig á þeim vettvangi.
Að öðru leyti finnst mér ádeilan höfuðprýði bókarinnar. Stöku sinnum
kann hún að vera öfgakennd. Sjá Ævisögur mannanna, en þar segir frá
fullvinnandi bændum, er sitja um hásláttinn við ritun ævisagna sinna.
Hér virðist skotið yfir mark, þrátt fyrir óhóflegan vöxt í þessari bók-
menntagrein. En frásögnin er svo hnyttin og spaugileg, að slíkt fyrirgefst.
Oftast er líka ádeilan hófsöm, listræn og markviss. Svo hygg ég t. d.
vera um tvær af minnisstæðustu sögunum, en þær eru Spýta sporSreis-
ist og Skyssa. 1 þeirri fyrmefndu á ranglát löggjöf sök á ófömm verzl-
unarmanns, er hefur komið fyrir sig fótum af ráðdeild og heiðarleika.
Samkvæmt lögum er hann dæmdur í geysiháar skaðabætur til verka-
manns, er orðið hefur fyrir smávegis slysi á lóð kaupmannsins við að
stíga á spýtu, er sporðreisist. En sjálfur fóthrotnar kaupmaðurinn á flug-
hálku og fær engar bætur fyrir. Skyssa fjallar um ófyrirleitinn gróða-
mann, sem vélar til ásta við sig tvær mæðgur, hvora á eftir annarri,
kvænist fyrst móðurinni, sem er stórauðug ekkja eftir múrara, en hann
hefur auðgazt með því að vinna á þrem stöðum samtimis, minnst 48
klukkustundir á sólarhring! Gróðamaðurinn skilur fljótt við ekkjuna og
fær hálfan auð hennar, hyggst síðan taka saman við dótturina; móðirin
fær hann ofan af þvi, en verður að sæta afarkostum: lætur hann fá
vildisjörð, er fyrri maður hennar vann fyrir í eftirvinnu!
Barnórar greina frá samdrætti og síðar sambúð tveggja vinnuhjúa á
stórbýlinu Harrastað. Þau ganga ekki í hjónaband, en eiga saman hörn,
sem verða eftirlæti heimafólksins, þar eð hjónin eru barnlaus. Spurning-
in er, hvað verði um Harrastaðarauðinn eftir þeirra dag. Á viSreisnar-
vegi er saga forstjóra nokkurs, sem erlendis nær sér í konu með vafa-
sama fortíð. Eftir að þau eru komin í höfn hjónabandsins heima á Fróni,
gerist hún kirkjurækin og verður fyrir vakningu, hneigist mjög að Hjálp-
ræðishemum, en frá honum verður maðurinn að forða henni um fram
allt, því að þar gat henni orðið á að vitna, og þá mundi skuggaleg for-
tið hennar verða leidd í ljós.
Átakanlegasta sagan, FöSurarfur, greinir frá tveim elskendum, sem
em systkin, en skyldleikinn vitnast ekki, fyrr en eftir að þau em gift.
Leiðir sú vitneskja til skilnaðar, er þau hafa háð mikil átök og sálarstrið.
öll ógæfan stafar af ábyrgðarleysi föðurins. Minnir sagan að þessu leyti
á Vpp viS fossa eftir Þorgils gjallanda, þótt Jakob taki efnið á annan
hátt en Þorgils. Er því alls eigi um stælingu að ræða.
Lengsta sagan, Ljótunn fagra, er um konu, sem í augum margra og
minningum var drottning drauma þeirra allt lifið, þó að snemma gerð-