Skírnir - 01.01.1962, Side 251
Skírnir
Ritfregnir
243
gripsmesta í bókinni. Heilsteyptasta kvæðið í Jiessum flokki er þó að
mínum dómi Vér bændur, enda gætt notalegum hlýleik og sannreynd
daglegrar baráttu, sem gefur lifinu gildi og samvizku mannsins frið.
Suðurfararvísur eru myndir úr för skáldsins til Miðjarðarhafslanda.
Hafa áhrifin af einni þessara mynda, sem nefnist Austurlenzkt IjóS, orð-
ið mér minnisstæð. Dreg ég af því þá ályktun, að það sé bezta kvæðið
í þessum hluta bókarinnar. Á bak við formleysi þess leynist einhver
óskilgreinanleg, leyndardómsfull dýpt.
Yfirleitt ber síðasti aðalflokkur bókarinnar, ViS farinn veg, langt af
hinum. Er margt í honum yndisfagurt og fær lesandanum ýmist mikils
fagnaðar, eins og JónsmessuljóS, Sól fer sunnan, Dagar vors yndis og
Vinamót í Holti, eða þau eru þrungin trega og söknuði, svo sem eftir-
mælin Fallinn hlynur, Öll œvin í stundarmóti og hið ljúfsára ljóð
SegSu mér leyndarmál, svanur, er lýsir á viðkvæman hátt þrá mannsins
eftir dularfullri dýrð ljóss, hljóms og lita, en jafnframt söknuði hans
yfir láni hins liðna. Til þess að síra Sigurði takist að yrkja verulega góð
kvæði, þarf hann annaðhvort að gleðjast af hjarta með glöðum á góðri
stund eða þá harma með syrgjendum horfinn vin. En þá syngur hann
líka eins og engill.
Kvæði frá Holti er sannnefni, einkum um síðasta flokk bókarinnar.
Flest beztu kvæðin eru án efa bundin þeim stað, ýmist sprottin við ein-
veru úr skauti tiginnar náttúru, vinafundum tengd eða þá starfi sálna-
hirðisins, sem ég hef ávallt hugað, að væri eftirsóknarverðasta hlutskipti
á jörðu, næst skáldsins, hvað þá ef hvort tveggja fer saman, eins og hér
er um að ræða.
Máli mínu tii sönnunar, ef svo mætti verða, skulu að lokum tekin
upp tvö stutt kvæði úr bók síra Sigurðar:
Vinamót í Holti.
Nú skal syngja sumarlag,
saman klingja, glaðir una,
geðið yngja óskadag,
ekkert þyngja sál né muna.
Nú skal minning mæla kær,
mætust kynni endumýjast:
Hvað, sem inni angar, grær,
og í sinni vermir hlýjast.
Dagar vors yndis.
Dagar vors yndis em ekki þeir,
sem ilmi blóma og gleði sporin vöfðu,
dagar vors yndis em aðeins þeir,
sem alls vors þreks og getu vorrar kröfðu.
16