Skírnir - 01.01.1962, Side 253
Skírnir
Ritfregnir
245
við sár, jafnvel grátklökkur tónn. En þcssi ungi Borgfirðingur var harð-
ur af sér jafnframt, virtist baráttufús, djarfur og ófeiminn við að hneyksla,
ef svo bar undir:
Vort eðli brauzt út að morgni
og yfirgaf sinn kross:
vér menn erum maðkar einir
og morknum í deyfð og gleymsku
ef enginn hneykslast á oss.
Tannfé handa nýjum heimi (1960) bar ótvíræðan vott um framför:
aukna hnitmiðun, öruggari markmið, enda þótt skáldið hefði að miklu
leyti yfirgefið stuðla og rim, sem voru styrkur fyrstu bókar hans. Lífs-
skoðunin er enn þá dapurlegri, ef nokkru munar. Ot úr myrkrinu sér
tæpast nema stöku sinnum og þá eins og bregði fyrir bjarma af bless-
unarrikri von, möguleika, sem er þó aðeins tál eða blekking. Eitt Ijós-
asta dæmi þess er kvæðið Undur:
Hvílík undur væru það ekki að vakna
inn i dag, sem opnaðist hreinn og nýr
með vott og ángandi gras, þar sem fyrr voru flög
og rykmóar, sem þú röltir með feigð í beinum —
hvilík undur væru það ekki að vakna:
vita daginn svo hreinan glaðan og nýjan;
sjá hann brosa við öllu ungviði heimsins;
og börn þin hlypu glöð út í þetta gras.
Þetta er, sem sagt, óskajörð skáldsins, handan við blóðvelli og þræla-
búðir heimsins á vorri atóm- og vélaöld.
Yfir Lifandi manna landi, nýjustu bók Þorsteins frá Hamri, hvílir
sama dimmviðrið og drunginn. Það er sem aldrei rofi til í nótt og harð-
indum. Einn kafli bókarinnar heitir að visu Biria. En hún er aðeins
„ögrandi, grimmt leiftur sannleikans". Alls staðar er grjót og svimandi
vegleysur:
Svona fer — hversu erfið sem er þín leit
að byrginu, sem þínu orði eirir:
þú klýfur storminn storkandi grýttum reit
og staldrar þegar þú heyrir
þann söng er veit: hver sigur að höndum fer
þótt sviðinn sé staður fyrst og eyddur
og tvisýnt einatt hver kostur þínum og þér
og mínum og mér er reiddur.
Það er næstum því sama, hvar niður er gripið, hvarvetna myrkur,
blóð og meingerðir mannanna, sem krossfestu Krist á Golgata, brenndu
Giordano Bruno í Róm, pynduðu milljónir Gyðinga og kommúnista í