Skírnir - 01.01.1962, Page 254
246
Ritfregnir
Skírnir
Oswiecim, myrtu Lúmúmba og brenna nú lifandi börn i Angola. Sjá
BlóS krefur þig dansari, Lofsöng o. fl. kvæði. Er þá einskis framar að
vænta. sem vert er að lifa fyrir? hlýtur að verða spurt.
Ætti ég að svara þeirri spurningu, hlýt ég um leið að finna ljóðum
Þorsteins nokkuð til foráttu almennt skoðað, en það er hin svarta lífs-
skoðun, sem einkennir flest þeirra.
Þó að gild rök séu raunar fyrir þessum dapra sorgarsöng, þá ofbýður
mér nú samt bölsýni skáldsins. Cftlitið í veröldinni hefur verið skugga-
legt fyrr og samt rætzt úr. Líf manna er ekki heldur bundið við tóma
kúgun og hryðjuverk. Mörg — líklega miklu fleiri —• líknarstörf eru
unnin í heiminum. Það mundi sjást, ef þeim væri eins haldið á loft og
hinum.
Undir bókarlok fer líka ofurlítið að birta í lofti. Ef til vill felst hugg-
un eða trúarjátning skáldsins í þessum ljóðlínum um Valtý á grænni
treyfu:
Þeir hylja aldrei þinn himin þó snaran
herpist að kverk þér og tíðin
götvi þig þar sem grýttust er fjaran-------
Samt er mér nær að halda, að draumur skáldsins um himininn þeim
kúguðu og ofsóttu til handa fullnægi honum ekki. Hann ætlar þeim
einnig jörðina. Síðustu línur bókarinnar em allt í senn: von hans, nið-
urstaða, boðskapur og eggjandi hvatning:
Kemur regn
kemur sóf
kemur sá hýri morgunn
að heyra blóðug rjóðrin anda
i vætu og svalakyrrð
hógvær örugg fótatök nálgast
úr fjarska borga og skóga
hlustum daglángt
sofnum ekki
bíðum eftir brestum í lyngi:
koma vannærðir koma píndir
koma fótumtroðnir koma lúmúmbaliðar
til náttbóls í jaðri skógarins
ganga hljóðir til brunns
þvo blóð úr klæðum
veiða stjörnur í augu sín
koma aðþrengdir koma ofsóttir;
svört böm draga hörpur úr sjó.
Hver efast um, að þessi orð séu rituð af málsvara lítilmagnans, vini frels-
is og friðar? En þau fela einnig í sér spámannlegan keim. Að ljóðum
Þorsteins er það skáldskaparbragð, í þeim svo þjóðlegur kjami og um
leið snörp heimsádeila, að verkum hans og viðleitni ber að gefa fullan
gaum. Handbragðið er yfirleitt fágað, harka og mildi fylgjast að, tilfinn-
ingin djúp og viðkvæm.
Ef Þorsteinn frá Hamri bregzt þeirri von, sem ég geri mér um skáld-
þroska hans, þá verður óhamingja með í leiknum. Hins óska ég, að heilla-
dísir veiti honum brautargengi, svo sem rök benda til.
Þóroddur GuSmundsson.