Skírnir - 01.01.1962, Qupperneq 255
Skírnir
Ritfregnir
247
Hannes Sigfússon: Sprefe á eldinn. Heimskringla. Reykjavik 1961.
Skáldið hefur áður gefið út Jjrjár bækur, kvæðabækurnar Dymbilvöku
(1949) og Imbrudaga (1951) og skáldsöguna StrandiS (1955). Mér finnst
gaman að gera samanburð á fyrstu bók Hannesar og þeirri, sem hér
um ræðir. Ráðar hafa sömu einkenni: sums staðar dult orðaðar hugs-
anir, endra nær og raunar oftast er stíllinn myndrænn, skýr, líkinga-
frjór og kjarnyrtur með afbrigðum, ósjaldan gæddur töfrandi fegurð. I
Dymbilvöku gætir nokkuð útúrdúra, og hugsúnin er á köflum helzt til
óljós. Einstök kvæði og kvæðaflokkar í þessari nýju bók eru miklum mun
samfelldari, enda markmið Jreirra augljóst og visst. Framför er þvi ótví-
ræð og stórstig.
Dymbilvaka vakti talsverða eftirtekt á sinum tíma, jafnvel hneyksli
eða móðgun, þótt undarlegt kunni að virðast, þvi að i henni voru tæp-
ast brotin lög né hefð. Kvæðið var að visu órimað á köflum og nokkuð
myrkt, varla heldur svo samfellt sem skyldi. En allt þetta var eðlilegt
sökum efnis þess og ástands persónunnar, er það fjallar einkanlega um.
Fremur en gallana bar og að líta á hitt, hve nýstárlegt kvæðið var, orð-
auðugt og snjallt á köflum. Mér varð t. d. minnisstætt hið einkennilega
stef Dymhilvöku:
Klæddur í silki, sem mér ormar ófu,
upp ris ég fölur þessa vökunótt,
sem var táknrænt fyrir blæ kvæðisins og efnismeðferð, en framar öllu
angist þá, sem það virtist sprottið upp af.
Imbrudagar og Strandið ollu mér að visu nokkrum vonhrigðum, sem
oft vill verða eftir nýstárlega byrjandabók. En Sprek á eldinn valda eng-
um vonbrigðum, a. m. k. ekki bókmenntalega skoðað. Raunar gæti hugs-
azt, að viðkvæmar sálir teldu nærri sér höggvið hér og þar í bókinni,
en á öðrum stöðum gæta nokkurs áróðurs fyrir stefnu, sem þær hata og
hræðast. Hvorugt þetta virðist mér Jvj spilla listagildi kvæðanna. Árásir
skáldsins á hernað og andstyggð á honum dylst lesandanum ekki, og er
bókin að nokkru neikvæðs eðlis af þeim sökum. En hún er í miklu rík-
ara mæli jákvæð, hefur hoðskap að flytja, á erindi.
Rókin skiptist í 4 kafla: Ættjar'ðarkvœSi, Vetrarmyndir úr lífi skálda,
Vifitöl og eintöl og Lartdnám í nýjum heimi. Ágætastur þeirra er að
mínum dómi Ættjar&arkvœSiS, enda í beztu röð skáldskapar af því tagi:
samanþjappað, gætt seiðmögnun kliðmjúkrar hrynjandi, rikt af hæfilega
dulinni fegurð; lesandann grunar heilan töfraheim bak við fimm stuðl-
aðar vísur. Slík er hófsemi skáldsins í náttúrulýsingum.
Annar kaflinn, Vetrarmyndir, er ekki jafnsamfelldur, enda miklu
lengri. Skáldið virðist í upphafi hans eiga örðugt með að ná tökum á
efninu, ef til vill sökum vonbrigða lifsins. En þegar líður á kaflann,
verður hann töfrum slunginn: eins konar sambland saknaðar um horfinn