Skírnir - 01.01.1962, Page 256
248
Ritfregnir
Skímir
unað og þrá eftir fjarlægu, eftirsóknarverðu takmarki. Rúmið leyfir ekki
miklar tilvitnanir. Þetta dæmi verður að nægja sem sýnishorn:
Þar heyrðum við andvarann leika á töfraflautu
Mozarts og trega Chopins glitra i regndropunum
og okkur varð starsýnt ú hina smégervu fegurð
flórunnar er stráði veg okkar blómum —
en við hver vegskil í rökkri nálægrar kirkju
knúði Bach orgelið á rólyndu kvöldi
og hvelfdi næturvökumar lýsandi stjömum.
ViStöl og eirtíöl em heimspekilegs efnis, eins og reyndar fleira í hók-
inni, fjalla um flótta mansins frá lifinu, sjálfsblekkingu hans og geig við
að horfast í augu við vemleikann. Skáldið verður æ skorinorðara, eftir
því sem á kaflann líður. Fimmti þáttur kaflans er um meðferð mannanna
á Kristi, frelsara sínum, lífs og liðnum, túlkun þeirra á boðskap hans,
rangfærslur. Kaflinn endar á þessari hvössu ásökun:
Saklaus eftirlátin orð hans
urðu þeim gjaldmiðill að nýjum glæpum.
Þetta er lengsti og ef til vill veigamesti kafli bókarinnar. í honum er
ádeilan einna beiskust, líkingaauðlegðin mest. Sjá t. d. þáttinn Þjoðlíf,
átakanlegan og sannan um leið. Hámarki sínu nær þó visast bersögli
skáldsins og vandlæting í þættinum FæðingarhátiS nazismarts. Það er
ægileg lýsing stríðs og örkumla, skinhelgi og grimmdar. Skáldið spyr
meðal annars:
Hvaða sóttkveikjur leynast í loftinu
og Ijósta jafnvel hús og kirkjur?
Hvaða útbrotasjúkdómar hvaða sýklar
sveima og hringsóla í blóði
þessarar gömlu menningar?
frá þjóð til þjóðar frá manni til manns?
En að lokum birtir yfir:
Við óskum þess ákaft að striðsmennimir hverfi
eins og dögg fyrir sól eins og skuggamir
niður í lokuð skrin
Sjá þaS verSur Sól hœkkar á lofti
og hvarmar gjánna kiprast hægt
og háturnar borganna fella aSeiris
gullin öx ....
Um síðasta kaflann, Landnám í nýjum heimi, verða sjálfsagt skipt-
astar skoðanir, þ. e. efni hans og kenningu, sem er fagnaðarboðskapur
sósialismans: