Skírnir - 01.01.1962, Page 257
Skírnir
Ritfregnir
249
Hrundið var álögum
illum og fornum
— engi var níðhöggur
náunga síns.
Fjölskylda þjóðanna
furðuleg staðreynd
fagnaði sigri
í sjöttungi heims.
En lýsingin er fögur og skáldleg, hvað sem öðru líður, og búningurinn
að sama skapi: hrynjandin, stuðlamir, hvort tveggja leikur í höndum
skáldsins, þegar hann knýr hörpuna og honum þóknast að viðhafa ís-
lenzkar bragreglur; þegar þeim er sleppt, virðist vald hans á máli og stíl
engu síðra.
Fyrri bækur höfundarins báru ótvirætt vitni um hæfileika. Með þess-
ari bók hefur hann tekið sér sæti meðal góðskálda á Bragabekk.
Þóroddur GuSmurtdsson.
AÐRAR BÆKUR SENDAR SKÍRNI.
Einar ÓL Sveinsson, Les sagas islandaises. Traduction de Magnús G.
Jónsson (Archives des lettres modemes 1961 (2), (IV), n° 368e 89).
Peter Hallberg, Snorri Sturluson och Egils saga Skallagrímssonar.
Ett försök till spráklig författarbestamning (Studia Islandica 20. hefti).
Rvk. 1962.
The Poetic. Edda. Translated with an Introduction and Explanatory Notes
by Lee M. Hollander. Second Edition, Revised. University of Texas
Pre9s. Austin 1962.
Náttúra íslands. Almenna bókafélagið. Bók mánaðarins — September
1961.
Björn Þorsteinsson — Þorsteinn Jósefsson, Þingvellir. Mál og menn-
ing. Rvk. 1961.
Brynjólfur Bjamason, Vitund og verund. Heimskringla. Rvk. 1961.
Líney Jóhannesdóttir, Æðarvarpið. Myndir eftir Barböm Árnason.
Heimskringla. Rvk. 1961.
Fra hav til jokel. Af Islands modeme lyrik. Redaktion og oversættelse
ved Poul P. M. Pedersen. Munksgaard. Kbh. 1961.
Dr. Jacoba M. C. Kroesen, Over de Composite der Fóstbræðra saga
(Leidse germanistische en anglistische reeks van de Rijksuniversitet
te Leiden. Deel II). Universitaire pers Leiden 1962.