Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.09.1987, Síða 194

Skírnir - 01.09.1987, Síða 194
400 SVEINN EINARSSON SKÍRNIR eins og segir í inngangslýsingu, og Gunnar, 38 ára gamall drykkfelldur verkamaður, sem tengist fjölskyldinni á þann hátt, að hann er ástmaður Láru, móðurinnar; hún virðist hafa tiihneigingu til að taka að sér ístöðu- lausa menn og „bjarga“ þeim. Brátt kynnumst við Láru sjálfri og hún er ólík Gunnari, dugleg, vinnusöm, hagsýn og jarðbundin. Lára hefur barist áfram sem einstæð móðir með börnin sín þrjú, ákveðin í að láta allt blessast, bóndinn farinn burt og dáinn, og eftir langa einveru Láru ná þau Gunnar saman með því sem „þau gera á næturnar“. Synirnir tveir, bræður Oldu birtast brátt, og frá fyrstu nótu er skýrt á kveðið, hversu ólíkir þeir eru: Hörður fíngerður, næmur eins og Alda, listamannslega viðkvæmur, þau eru börn föðurins; Reynir aftur á móti er kröftuglega byggður, stendur verkfallsvakt, er „á jörðinni" eins og móðirin, hann er hennar sonur og hún vill hann verði skipstjóri. Loks er Guðný, húseigandinn, sem ekki er af þessari fjölskyldu, en tengist henni á þann hátt, að hún hefur nánast tekið hana að sér til að hafa eitthvað að lifa fyrir í ellinni. Guðný er ekkja og barn- laus og hefur séð betri daga fjárhagslega. Allar þessar persónur eru dregnar skýrum og lifandi dráttum, og lesandi eða áhorfandi er fljótur að kynnast þeim - jafnvel svo, að í sumum tilvikum kysi maður að þurfa meira að hafa fyrir því að ráða í skaphöfn þeirra; dæmi: Hörður. Það er snjallt bragð hjá Birgi að láta okkur kynnast Öldu og Gunnari fyrst. Hlutverk þeirra í leiknum eru skýrt mótuð og fela í sér andstæðurnar í þema verksins - dagur bræði - dagur vonar. Hvorki Alda né Gunnar breytast að ráði fram eftir leiknum, þau verða nánast tákngervingar, uns umskiptin miklu koma undir lokin og gegnum hið illa hlotnast Öldu náð- argáfa lífsins. Með öðrum leshætti má finna aðra póla í verkinu, andstæð- urnar í fari bræðranna eru til dæmis lengi augljósar, þó að undir lokin verði að fara að lesa í þá upp á nýtt. Og þá ekki síður, ef móðurinni er stillt upp gegn föðurnum, sem í allri gerandi verksins er ein aðalpersónan, þó að hann af eðlilegum ástæðum birtist hvergi á sviðinu. Þau hjón eru þær andstæður, sem skaphöfn og lífsskoðanir annarra persóna í verkinu fá ljós af. Faðirinn verður tákn samfélagslegs ábyrgðarleysis listamanns, sem líkt og sértrú- armaðurinn er svo heppinn að hafa beina símalínu til almættisins af því hann er útvalinn; úr þeim fílabeinsturni getur fæðst gagnsleysi eigin upp- dráttarsýki (dæmi Harðar) eða geðveiki (listrænt frjó þó, dæmi Öldu). Reynir aftur á móti leitar fanga í lífinu í kringum sig, þeirri lífsbaráttu, sem móðir hans tekur fullan þátt í, og umbreytir safa og seltu jarðar í blek sitt. Börnin þrjú eru með öðrum orðum hneigð fyrir listir, hvert á sinn mát- ann kannski, en glíma þó öll við orðsins list, og það gerir þessa fjölskyldu óvenjulega og skilur hana frá þorra verkamannafjölskyldna þess tíma, þeg- ar leikurinn gerist. Ekki þannig að skilja að andlegt líf verkamannafjöl- skyldna sé eitthvað frábrugðið andlegu lífi annarra fjölskyldna, ætli það sé ekki upp og ofan í öllum stéttum? En hér berst talið hins vegar aftur og aft- ur að listsköpun, hugarheimurinn snýst um ritsmíðar, og það gerir sögu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.