Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.1987, Page 207

Skírnir - 01.09.1987, Page 207
SKÍRNIR RITDÓMAR 413 Að dómi Freuds felast markmið vellíðunarlögmálsins í tafarlausri fullnægingu hvata; þær hafa enga biðlund og sækjast eftir svölun án tillits til kringumstæðna. Freud bendir á að hver einstaklingur lúti stjórn þeirra í bernsku. Hins vegar lærist honum smám saman að full og tillitslaus útrás getur stofnað honum og umhverfinu í hættu. Hann venst að bœla náttúrlegt eðli sitt og laga sig að ytri skilyrðum, skynsemi og fyrirhyggja setjast að stjórn í sálarlífi hans - veruleika- lögmálið tekur völdin. (bls. 13-14) I ljósi þessarar kenningar Freuds skoðar Matthías skáldsögur tímabilsins og bendir á hvernig hægt er að lesa þær frá sjónarhorni ástarinnar; einstak- lingarnir standa frammi fyrir vali um ást í útlegð eða ástleysi í samfélagi. Með fyrrnefndu kalla þær yfir sig bölvun samfélagsins, enda segir Matthías að frjálsar og óstéttbundnar ástir séu argasta ógnun við storknað gildismat og þjóðfélagsskipan þessa tíma. Síðara valið er hins vegar í þökk „yfirvalds- ins“ ef svo má segja; foreldra, þröngsýnna presta og forpokaðs almenn- ingsálits, sem býsna oft er stillt upp sem miskunnarlausasta afli þessa sam- félagslega varnarkerfis. Enda má segja það vera eins konar mottó ritgerðar- innar: að ástin sé í eðli sínu ögrun við samfélagslegt vald. En ritgerð Matthíasar Viðars er ekki eingöngu sálfræðilegs eða þjóðfé- lagslegs eðlis, - hún er reyndar fyrst og fremst formgerðargreining á ákveðnum textum. Hann býr til þrjú frásagnarsnið sem hann mátar síðan á þetta sjötíu ára bókmenntatímabil. Þessi snið skilgreinir hann svo í stór- um og einfölduðum dráttum: 1) Útópískt snið: Osksöguhetjanna um ást og frelsi, sem oft má rekja til bernsku, rætist að lokum eftir mótbyr af ýmsum toga. Samfélagið reynir að samlaga persónurnar leikreglum sínum, fyrst með illu en mildast síðan og öðlast „vitund" um bresti sína. T. d. Pilturog stúlka eftir Jón Thoroddsen. 2) Demónskt snið: Söguhetjurnar bíða ósigur vegna þess að ósættanlegar mótsetningar eru milli elskenda og samfélags, oftast nær af stéttarlegum toga. T. d. Kærleiksheimilið eftir Gest Pálsson. 3) Útópískt-demónskt snið: Samfélagið sigrar á yfirborðinu, - því tekst að stía elskendunum í sundur. Þeir hefja sig hins vegar yfir ósigur sinn, göfga til- finningar sínar og fórna sér á óeigingjarnan hátt. Veruleika- og vellíðunar- lögmálið falla með öðrum orðum saman. T. d. Halla og heiðarbýlið eftir Jón Trausta. Þetta er auðvitað gróf mynd af þeirri kenningu sem Matthías leggur upp með, en eins og blasir við er engin leið að geta um öll þau tilbrigði við þessi mynstur sem þrátt fyrir allt finnast á tímabilinu. En vitanlega gerir Matthí- as grein fyrir hinum mikilvægustu þeirra og hann verður ekki sakaður um að þröngva sögunum undir fyrirfram sniðnar frásagnarformgerðir. Þetta kann einhverjum að þykja einföld kenning og eins og menn vita eru í slíkum kenningum einkum fólgnar tvenns konar hættur : að kenningin sé skilgreind það vítt að hægt sé að fella nánast hvaða texta sem er fremur létti- lega undir hana. Um leið verður hún þá bókmenntalega einskis virði. Á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.