Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 207
SKÍRNIR
RITDÓMAR
413
Að dómi Freuds felast markmið vellíðunarlögmálsins í tafarlausri
fullnægingu hvata; þær hafa enga biðlund og sækjast eftir svölun án
tillits til kringumstæðna. Freud bendir á að hver einstaklingur lúti
stjórn þeirra í bernsku. Hins vegar lærist honum smám saman að full
og tillitslaus útrás getur stofnað honum og umhverfinu í hættu.
Hann venst að bœla náttúrlegt eðli sitt og laga sig að ytri skilyrðum,
skynsemi og fyrirhyggja setjast að stjórn í sálarlífi hans - veruleika-
lögmálið tekur völdin. (bls. 13-14)
I ljósi þessarar kenningar Freuds skoðar Matthías skáldsögur tímabilsins
og bendir á hvernig hægt er að lesa þær frá sjónarhorni ástarinnar; einstak-
lingarnir standa frammi fyrir vali um ást í útlegð eða ástleysi í samfélagi.
Með fyrrnefndu kalla þær yfir sig bölvun samfélagsins, enda segir Matthías
að frjálsar og óstéttbundnar ástir séu argasta ógnun við storknað gildismat
og þjóðfélagsskipan þessa tíma. Síðara valið er hins vegar í þökk „yfirvalds-
ins“ ef svo má segja; foreldra, þröngsýnna presta og forpokaðs almenn-
ingsálits, sem býsna oft er stillt upp sem miskunnarlausasta afli þessa sam-
félagslega varnarkerfis. Enda má segja það vera eins konar mottó ritgerðar-
innar: að ástin sé í eðli sínu ögrun við samfélagslegt vald.
En ritgerð Matthíasar Viðars er ekki eingöngu sálfræðilegs eða þjóðfé-
lagslegs eðlis, - hún er reyndar fyrst og fremst formgerðargreining á
ákveðnum textum. Hann býr til þrjú frásagnarsnið sem hann mátar síðan
á þetta sjötíu ára bókmenntatímabil. Þessi snið skilgreinir hann svo í stór-
um og einfölduðum dráttum: 1) Útópískt snið: Osksöguhetjanna um ást og
frelsi, sem oft má rekja til bernsku, rætist að lokum eftir mótbyr af ýmsum
toga. Samfélagið reynir að samlaga persónurnar leikreglum sínum, fyrst
með illu en mildast síðan og öðlast „vitund" um bresti sína. T. d. Pilturog
stúlka eftir Jón Thoroddsen. 2) Demónskt snið: Söguhetjurnar bíða ósigur
vegna þess að ósættanlegar mótsetningar eru milli elskenda og samfélags,
oftast nær af stéttarlegum toga. T. d. Kærleiksheimilið eftir Gest Pálsson.
3) Útópískt-demónskt snið: Samfélagið sigrar á yfirborðinu, - því tekst að stía
elskendunum í sundur. Þeir hefja sig hins vegar yfir ósigur sinn, göfga til-
finningar sínar og fórna sér á óeigingjarnan hátt. Veruleika- og vellíðunar-
lögmálið falla með öðrum orðum saman. T. d. Halla og heiðarbýlið eftir
Jón Trausta.
Þetta er auðvitað gróf mynd af þeirri kenningu sem Matthías leggur upp
með, en eins og blasir við er engin leið að geta um öll þau tilbrigði við þessi
mynstur sem þrátt fyrir allt finnast á tímabilinu. En vitanlega gerir Matthí-
as grein fyrir hinum mikilvægustu þeirra og hann verður ekki sakaður um
að þröngva sögunum undir fyrirfram sniðnar frásagnarformgerðir.
Þetta kann einhverjum að þykja einföld kenning og eins og menn vita eru
í slíkum kenningum einkum fólgnar tvenns konar hættur : að kenningin sé
skilgreind það vítt að hægt sé að fella nánast hvaða texta sem er fremur létti-
lega undir hana. Um leið verður hún þá bókmenntalega einskis virði. Á