Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Blaðsíða 23
Hjalti Hugason
Eftir að Jónas lét af embætti má í raun segja að hann hafi verið sjálfum
sér trúr og tekið enn eitt skref í þá átt sem hann leiddi okkur, nemendur
sína. Með því á ég e.t.v. ekki við að hann hafi gerst spámaður og hafið að
skrifa framtíðarsögu. Hann hefur frekar tekið að fást við „existensíella“
sögu eða lifaða sögu; sögu sem hann hefur sjálfur tekið þátt í og oft mótað;
sögu sem hann sér innanfrá og er flæktur í eins og könguló í eigin vef;
sögu sem er enn ekki orðin saga að mati okkar margra efasemda— og
úrtölumannanna. En mikið held ég það verði spennandi fyrir arftaka mína
eða kynslóðina þar á eftir að bera greiningu Jónasar saman við frum-
heimildirnar og svo þetta einkennilega fyrirbæri sem við nefiium dóm
sögunnar og verður ekki marktækur fyrr en nokkra ættliði ber á milli
sögupersóna og sagnfræðinga.
Val kirkjusagnfræðingsins
í raun á sérhver kirkjusagnfræðingur tveggja kosta völ ef hann eða
hún vill taka fræði sín með sér út yfir þröskuld vinnuherbergisins. Annar
kosturinn sem í boði er felst í því að við látum grunnviðhorf allrar sagn-
fræði, þ.e. fullkomna afstæðishyggju, móta afstöðu okkar á öllum sviðum.
Þá gerum við heimildarýnina, eitt mikilvægasta starfstæki sagnfræðings-
ins, að lífsformi eða lífstíl. Við erum alltaf á verði gagnvart blekkingunni,
fölsuninni, hinni röngu, tilfinngalegu ályktun, keppum eftir hlutleysi og
hlutlægni í öllum málum.
Hinn möguleikinn felst í því að við keppum eftir að gera söguna að
driffjöður og viðmiðim í hagnýtu kirkjulegu starfi. Þá er litið svo á að
kirkjan hljóti ætíð að byggja á sögunni með tvennum hætti: Kosta annars
vegar kapps um að vera trú hinum sögulega arfi eða hefð en láta í hina
röndina stjórnast af sögulegum aðstæðum hverju sinni. Sé þetta haft að
leiðarljósi tekst kirkjunni að lifa í skurðpunktinum milli hefðar og endur-
nýjunar en einmitt þar verður hún ekta Kirkja.
Löngu eftir að Jónas Gíslason hafði dæmt mitt síðasta próf við Háskóla
íslands bar fundum okkar saman á erlendri grund. I nokkra daga sátum
við yfir textum sem við hvor um sig höfðum samið mánuðina á undan. Við
grófum okkur niður í efnið, bárum saman, gagnrýndum, deildum. Skyndi-
lega rann ögurstundin upp. Við vorum staddir á veginum til Þebu. Jónas
var Lajos í stríðsvagninum, ég Ödípús með reiging í vegarkantinum.
Spjótalögin þyngdust, sálfræðin fór á fulla ferð, kenning Freuds sannaðist
í enn eitt skiptið!
Nú, löngu síðar, sé ég að við höfðum farið hvor sína leið. Jónas hafði fyrir
löngu valið hina hagnýtu sögu og notfært sér hana við margháttað kirkju-
legt þróunarstarf. Því hélt hann líka áfram lengi eftir þetta enda var
21