Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Blaðsíða 31
Þórarinn Björnsson
Á þessum árum hafði KFUM afar mikil áhrifí Reykjavík og þeir skiptu
hundruðum drengirnir, er sóttu fundi yngri deildarinnar, YD.
Bænum var skipt niður í ellefu hverfi, sem kölluð voru sveitir. Sveitar-
stjóri var skipaður í hverri sveit, sem átti að fylgjast með drengjunum í
sínu hverfi og hvetja þá til þátttöku í starfi félagsins. Auk sunnudagsfun-
danna voru haldnir sérstakir sveitarfundir viku- eða hálfsmánaðarlega.
Jónas var í þriðju sveit þar sem Ástráður Sigursteindórsson, síðar
skólastjóri, var sveitarstjóri en hann stundaði þá nám í guðfræði við
Háskóla Islands. Ástráður var afar ötull leiðtogi og hafði mikil áhrif á
Jónas. Seinna urðu þeir ágætir vinir og samstarfsmenn innan KFUM og
kirkjunnar.
Þátttakan í starfi KFUM var Jónasi og fleiri drengjum á hans reki
mikið hjartans mál. Sveitirnar kepptu gjarnan innbyrðis um hver hefði
bestu fundasóknina og þá gat metnaðurinn og félagsáhuginn gengið
nokkuð langt:
Rétt fyrir klukkan eitt á sunnudögum lögðum við af stað á fund og
komum við heima hjá drengjunum, er voru skráðir í félagið. Þannig
fínkembdum við hverfið og hópurinn var orðinn fjölmennur, er við settumst
á okkar bekki í stóra salnum niðri á Amtmannsstíg.
Við tókum engum silkihönzkum á drengjunum, sem skrópuðu á fundum.
Þeim var gjört tiltal, og ef þeir létu sér ekki segjast, var eins víst, að þeir
ættu ekki greiðan aðgang að leikjum okkar næstu daga.
Og nýjum drengjum, sem fluttu í hverfið, var fljótlega gjört skiljanlegt,
að þeim væri jafngott að ganga í KFUM og knattspyrnufélagið Val, ef þeir
ætluðu að fá að taka þátt í daglegu lífi okkar og leikjum.4
Herseta og frelsisvitund
Koma hins erlenda hers til Islands markaði að vonum djúp spor í
íslenskt þjóðfélag og þjóðarvitund. Tími kreppunnar var liðinn. Með
Bretum og síðan Bandaríkjamönnum streymdi erlent fjármagn inn í
landið, ný atvinnutækifæri sköpuðust, ný tækni leit dagsins ljós og engil-
saxnesk áhrif opnuðu mörgum nýja sýn á veruleikann á sama tíma og
tengsl við Norðurlönd voru að mestu rofin.
Knattspymufélagið Valur var upphaflega stofnað sem sérstök deild innan KFUM þann
11/5 1911. Félagið hétí fyrstu Fótboltafélag KFUM en fékk stuttu síðar nafnið Valur.
Sjá nánar í Valur vængjum þöndum, útg. Knattspyrnufélagið Valur 1981 bls. 8-12.
29