Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 33
Þórarinn Björnsson
Um haustið 1940 staðfesti Jónas trúarheit sitt enn frekar við fermingu í
Dómkirkjunni hjá sr. Bjarna Jónssyni sem jafnframt var formaður
KFUM í Reykjavík í rúma hálfa öld. Á þeim árum sem í hönd fóru
kynntist Jónas einnig náið flestum leiðtogum KFUM sem áttu eftir að
móta starf félagsins um langt árabil. Þar voru fremstir í flokki ungir
menn á borð við Bjarna Eyjólfsson, Gunnar Sigurjónsson og Magnús
Runólfsson, að ógleymdum Ástráði sem áður er getið. Sr. Friðrik Friðriks-
son, sem var föður Jónasar að góðu kunnur, dvaldist í Danmörku alla
seinni heimsstyrjöldina og kynntist Jónas honum því ekki að ráði fyrr en
síðar.
Á námsárum sínum í MR tók Jónas ekki mikinn þátt í almennu félags-
lífi skólafélaga sinna heldur helgaði frítíma sinn starfinu í KFUM. Hann
varð fljótlega sveitarstjóri í drengjastarfinu og komu þar brátt í ljós elja
hans og ótvíræðir leiðtogahæfileikar. Á hverju sumri dvaldi hann í Vatna-
skógi í tvær til þrjár vikur sem einn af foringjum í yngri flokkunum. Á
þeim árum var það starf nær eingöngu sjálfboðaliðastarf en sumarið 1947
var Jónas ráðinn fyrsti launaði foringinn í Vatnaskógi fyrir utan forstöðu-
mann, en því hlutverki gegndi að jafnaði sr. Magnús Runólfsson, fram-
kvæmdastjóri KFUM um langt skeið.
KSF og norskir heittrúarstraumar
Þegar Jónas var enn aðeins níu ára drenghnokki í KFUM, sumarið
1936, stofnuðu Qórir stúdentar með sér Kristilegt stúdentafélag (KSF).
Þetta voru þeir Ástráður Sigursteindórsson, Gunnar Sigurjónsson og
Magnús Runólfsson, sem þegar er getið, og auk þess Jóhann Hannesson,
síðar kristniboði, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og loks kennari við guð-
fræðideild Háskóla íslands. Fljótlega bættust fleiri félagsmenn í hópinn
og félagið lét stundum talsvert að sér kveða.
Fyrsta verkefni hins nýstofnaða félags var að undirbúa heimsókn
prófessors Ole Hallesby og sex norskra stúdenta til landsins haustið
1936, en sú heimsókn átti eftir að verða sögufræg og áhrifamikil.6 Þá hóf
félagið að gefa út Kristilegt stúdentablað einu sinni á ári og stóð fyrir
reglulegum bænastundum og félagsfundum. Kristilegt stúdentablað kom
venjulega út í kringum 1. desember ár hvert, en þann dag stóð KSF
Dr. Ole Hallesby var einn áhrifamesti leiðtogi norskrar kristni fram yfir miðja þessa
öld. Hann starfaði lengst af sem prófessor við safnaðarháskólann í Osló og var
forystumaður í norsku kristilegu skóla- og stúdentahreyfingunni í áratugi. Þess má
geta að sr. Ólafur Jóhannsson hefur ritað kjörsviðsritgerð í kirkjusögu um komu
Hallesby til landsins og ber hún heitið: Norskir straumar í starfi innan íslenzku
þjóðkirkjunnar á fjórða áratug 20. aldar (HI - 1982).
31