Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 39
Þórarinn Björnsson
draumur blundað með ýmsum félagsmönnum en nú fyrst komst hreyfmg á
málið. Jóhanni Hlíðar, er þá var við nám í Noregi, var boðið að sitja fund
sem stúdentaleiðtogar frá Norðurlöndum héldu með sér til undirbúnings
sumarmótunum. Þar komst málið á dagskrá og ritaði Jóhann stjórn KSF
bréf af því tilefni. Var í fyrstu stefnt að því að halda mótið sumarið 1949
en því var síðan frestað um eitt ár.
í millitíðinni sóttu félagar í KSF áfram kristileg stúdentamót á
Norðurlöndunum og komust í tengsl við evangelíska stúdentaleiðtoga hins
enskumælandi heims. Þannig kynntist Jónas meðal annars Stacey
Woods, framkvæmdastjóra IFES, nýstofnaðs heimssambands kristinna
stúdenta, á norrænu stúdentamóti í Slagelse sumarið 1948.21 Þá má geta
þess að vorið 1948 stóð KSF fyrir heimsókn enska skurðlæknisins Adrians
C. Kanaar, sem var virkur þátttakandi í starfi ensku kristilegu
stúdentahreyfingarinnar. Heimsókn hans vakti mikla athygli og komust
margir í trúarlega vakningu fyrir orð hans en sumir nýguðíræðingar voru
hneykslaðir á boðskap hans, meðal annars vegna gagnrýni hans á
spíritisma.22
Til að ræða undirbúning að norrænu kristilegu stúdentamóti hér á landi
komu tveir Norðmenn til íslands í apríl 1948. Voru það þeir Sverre
Magelsen, framkvæmdastjóri norsku kristilegu stúdentahreyfingarinnar
og Bjarne Hareide lektor, en hann var einn þeirra norsku stúdenta sem
komu í fylgd Ole Hallesby til íslands árið 1936.
Heimsókn Norðmannanna tveggja haíði nokkur eftirköst í för með sér
því Magelsen ritaði grein í Várt land er hann kom aftur til Noregs þar
sem hann gat þess að sér fyndist illa komið fyrir íslensku kirkjunni sem
væri að verulegu leyti á valdi spíritisma og frjálslyndrar guðfræði.
Greinin birtist líka í danska prestafélagsblaðinu og komst í hendur
Sigurgeirs biskups sem ritaði grein í Kirkjublaðið um þann óheillagest
sem Sverre Magelsen hefði verið. Jónas Gíslason, formaður KSF, sá
ástæðu til að bregðast við því.
Ég var þá formaður KSF og gekk á fund biskups með svargrein frá
stjórn félagsins. . . Biskup. . . lýsti furðu sinni á því, að íslenzkir stúdentar
tækju undir slíkan málflutning.23
21 IFES stendur fyrir International Fellowship of Evangelical Students og var stoinað
árið 1947. KSF gerðist fullgildur aðili að IFES árið 1975.
22 Sjá í þessu sambandi Bjarma, 16. mars 1948, en þar kemur m.a. fram að sr. Jón
Auðuns mótmælti dr. Kanaar opinberlega á samkomu í KFUM og KFUK en neitaði að
mál sitt væri túlkað fyrir dr. Kanaar! Einnig er greint frá heimsókn dr. Kanaars í
Kirkjublaðinu, VI. árg. 16. febr. 1948.
23 Tilvitnunin er úr æviminningum Jónasar en heimildir um grein Sverre Magelsens og
viðbrögð við henni eru m.a. eftirtaldar: Várt land 16. sept 1948, Kirkjublaðið 1. nóv. og
37