Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 40
„Sjáið merkið, Kristur kemur, krossins tákn hann ber“
Það sem að framan er sagt sýnir glöggt að á þeim árum sem Jónas
gegndi formennsku í KSF var svo sannarlega tekist á um stefnur og
áhrif innan íslensku þjóðkirkjunnar. Ekki mildaði það andrúmsloftið að í
nóvember 1947 voru Sigurgeir biskup og Ásmundur prófessor, ásamt
fleiri fulltrúum nýguðffæðinnar, felldir úr stjórn hinna almennu kirkju-
funda sem þá voru við lýði.24 Stofnun Samtaka játningatrúrra presta
(SJP) sumarið 1948 skerpti líka línur enn frekar og vakti reiði í herbúðum
frjálslyndra guðfræðinga og presta.25 En það var fleira sem tekist var á
um en trúmál.
Stjórnmálaátök og deila um mann
Fljótlega eftir stríð tók að bera á ört vaxandi spennu í íslenskum stjórn-
málum. Mikillar óánægju gætti hjá mörgum þegar dragast tók að erlent
herlið yfirgæfí landið og náði sú spenna hámarki í lok mars og byrjun
apríl 1949 þegar ákvörðun var tekin um aðild íslands að NATO,
varnarbandalagi Atlantshafsríkjanna.
Þann 30. mars 1949 dró heldur betur til tíðinda þegar mörg þúsund
manns höíðu safnast saman fyrir framan Alþingishúsið, bæði fylgjendur
og andstæðingar varnarbandalagsins. Andstæðingar NATO kröfðust
þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og þeir æstustu fylgdu kröfum sínum eftir
með því að kasta eggjum og grjóti að Alþingishúsinu. Greip lögreglan þá
til þess ráðs að dreifa mannfjöldanum með táragasi og kylfum. Naut
lögreglan einnig aðstoðar mörg hundruð óbreyttra borgara úr röðum
Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem mynduðu
varnarmúr í kringum Alþingishúsið.
I forystugrein daginn eftir greindi Þjóðviljinn frá vitstola hvítliðaskríl
sem ráðist hefði á friðsama alþýðu með villimannslegum ofbeldisaðgerðum. í
Morgunblaðinu var á hinn bóginn sagt að trylltur skríll hefði ráðist að
Alþingishúsinu en tekist hefði að dreifa spellvirkjum með táragasi.
Einn þeirra sem tók þátt í að skipuleggja liðsöfnuð hvítliðanna svo-
kölluðu var Jónas Gíslason sem þá hafði nýverið tekið við embætti vara-
formanns í stjórn Heimdallar, félagi ungra Sjálfstæðismanna, en Jónas
6. des. 1948 ogBjarmi nóv. 1948, en þar birtist grein Sverre Magelsens í heild sinni
ásamt nokkrum athugasemdum við ummæli Sigurgeirs í Kirkjublaðinu. Svar KSF
birtist í desemberblaði Kirkjublaðsins.
OA
“ Frásagnir af kirkjufundinum 1947 er m.a. að finna í Kirkjublaðinu 10. nóv. 1947,
Bjarma 25. febr. 1948 og í bók Sigurðar A. Magnússonar: Sigurbjörn biskup - ævi og
starf, Rvík 1988, bls. 206-207.
25 Sigurður A. Magnússon: Sigurbjörn biskup - ævi og starf, Rvík 1988 bls. 206-207.
38