Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Page 43
Þórarinn Björnsson
orðið köllunarstarf hans í lífinu, köllun sína fann hann í beinni þjónustu við
Guð í kirkjunni. Og í gegnum víðhnsu reynslunnar lítur hann hinar
hatrömmu deilur í kringum miðja öldina talsvert öðrum augum nú en áður
fyrr.
Þessar hörðu deilur settu svipmót sitt á íslenzk stjórnmál og þjóðlíf í
langan tíma og klufu þjóðina í tvær hatramar fylkingar, sem oft virtust
eiga lítið annað sameiginlegt en hörku og hatur.
Og enginn vafi leikur á því í mínum huga, að þessir atburðir hJöfðu mikil
og afdrifarík áhrif á lífog starf íslenzku kirkjunnar um langt árabil og
urðu til þess, að evangelískir menn á Islandi náðu seint fullri samstöðu.
Það ber mjög að harma.31 Næstum því skólastjóri!
Fljótlega eftir stúdentamótið 1950 kvæntist Jónas Arnfríði og stundaði
næsta vetur framhaldsnám í kirkjusögu og trúffæði við norska
safnaðarháskólann í Osló þar sem prófessor Hallesby var kennari ásamt
fleirum. Á sama tíma stundaði Arnfríður nám við biblíuskóla norska
heimatrúboðsins í Staffeldsgötu 4.
Um veturinn átti Jónas í miklum bréfaskrifum við fólk úr röðum KFUM
og KFUK heima á Fróni. Eitt málefni var þar ofarlega á dagskrá, en það
var sú hugmynd að stofna kristilegan æskulýðsskóla í sumarbúðum
KFUK í Vindáshlíð þar sem reisulegur skáli hafði nýlega risið. Var Ólafur
Ólafsson kristniboði einn af frumkvöðlum hugmyndarinnar og ámálgaði
við þau Jónas og Arnfríði hvort þau gætu hugsað sér að ráðast í að stofna
og stjórna slíkum skóla ef til kæmi.32 Leist þeim hjónum vel á hug-
myndina en hana skorti vind í seglin þegar á reyndi og olli það þeim
Jónasi og Arnfríði allnokkrum vonbrigðum.
Jónasi féll námið í Noregi vel og næsta sumar tók hann þátt í nokkrum
kristilegum stúdentamótum á Norðurlöndunum og hafði milligöngu um að
fá hingað til lands, haustið 1951, sr. Christen Hallesby og Olgu konu
hans. Störfuðu þau hjón í nærri mánaðartíma fyrir KSF og tóku þátt í
fyrsta íslenska kristilega stúdentamótinu sem haldið var í Vindáshlíð
svipað leyti og hann flutti austur í Vík í Mýrdal.
qi
Æviminningar Jónasar Gíslasonar i vörslu hans.
32 Þess má geta að hugmyndin um kristilegan æskulýðsskóla á íslandi hafði lengi blundað
í huga Ólafs kristniboða. í vörslu SÍK er m.a. bréfabók frá árunum 1921-1924, þegar
Ólafur var að hefja kristniboðsstörf í Kína, þar sem Ólafur skrifast á við ýmsa menn og
ræðir m.a. þessa hugmynd. Bréfabók þessi flakkaði heimshorna á milli og var
athyglisverður umræðuvettvangur á sínum tíma. Sjá nánar í bókinni Lifandi steinar,
afmælisrit Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, Rvík 1989 bls. 43.
41