Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Page 50
„Sjáið merkið, Kristur kemur, krossins tákn hann ber“
örugglega í höfn sem öðrum uxu í augum. Sem formaður Landssambands
KFUM og KFUK hóf hann meðal annars umræðu um stöðu og hlutverk
félaganna, leitaði leiða til að styrkja sambandið fjárhagslega, lagði grunn
að því að fá þar launaðan starfsmann í fullt starf og efldi erlend tengsl.
Hann fékk sjónvarpið til að gera heimildarmynd um sr. Friðrik Friðriks-
son, stofnanda KFUM, og þannig mætti áfram telja.
Fyrst og síðast hefur þó kveðið að Jónasi sem áhrifamiklum prédikara
fagnaðarerindisins. Fyrstu 10 árin eftir að Jónas kom heim frá Dan-
mörku er óhætt að fullyrða að enginn ræðumaður hafi verið eins tíður
gestur á fundum og mótum hjá KFUM, KSS og KSF. Þannig reiknast
mér til dæmis til að hann hafi verið ræðumaður á yfir 40 samverum í KSS
á árunum 1971-1983. Jónasi var sérlega lagið að ná eyrum ungs fólks,
dró gjarnan upp lifandi myndir og líkingar sem festust í huga og gerðu
boðskapinn áþreifanlegri en ella. Þá kunni hann að meta tónlist unga
fólksins og var manna duglegastur á tímabili að þýða nýja kóra og söngva
sem gæddu samverustundir félaganna nýju lífi.
Þegar Jónas var kjörinn víglubiskup í Skálholtsdæmi minnkuðu aftur
tengsl hans við KFUM og systurfélög þess af eðlilegum orsökum en þar
naut hans skemur við en vert hefði verið. Jónas veiktist alvarlega í lok
árs 1992 og hefur ekki náð sér að fullu síðan, auk þess sem Parkin-
sonveikin hefur gert honum erfitt fyrir. Sárast hefur honum þótt að hafa
ekki lengur sömu möguleika og áður að boða Guðs orð úr prédikunarstóli.
En þrátt fyrir erfið veikindi hefur Jónas síður en svo setið auðum höndum
því hann hefur setið við skriftir eins og kraftar hafa frekast leyft, skráð
æviminningar sínar og gefið út tvær bækur á síðustu árum sem bera
fagurt vitni trúareldmóði hans og löngun til að efla ríki Guðs.48
4Q
Þetta eru bækurnar Hver morgunn nýr - Stuttar hugleiðingar á helgidögum ársins, Rvík
1994 og Um tilurð böls og þjáningar í heiminum, útgefin af Vídalínssjóði
Skálholtsskóla 1996.
48