Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Page 51
Jónas Gíslason
Smábrot úr sögu
Skálholtsi
Skálholt skipar einstæðan sess í íslenzkri kristni og sögu. Hér er heilög
jörð.
Ætli það hafi ekki verið snemma vors? Himinninn var heiður og sólríkur
dagur í vændum.
Fyrirmannlegur maður kemur út og gáir til veðurs. Að baki honum
birtist húsfreyjan með ungan son þeirra, áhyggjufull á svip. Þau voru ái)
senda hann til langrar dvalar í framandi landi, svo að allt var óvíst um
endurfundi.
Fyrsti Islendingurinn bjó sig til farar að afla sér æðri menntunar. Ætli
það hafi ekki verið kringum 1020, sem Gissur hvíti, einn höfuðleiðtogi
kristinna manna við kristnitökuna á Alþingi árið 1000, lagði upp í þessa
ferð með Isleif son sinn?
Þörf var lærðra manna í kristnum sið. Prestar voru fáir og margir af
erlendu bergi brotnir. Gissuri hefur gengið hvort tveggja til, stuðningur
við kirkju og kristni og löngun til að tryggja ífamtíð sonarins. Eflaust var
þetta honum fyrir beztu.
I Noregi var engan skóla að finna. Þeir hafa líklega slegizt í fór með
Grímkatli biskupi hinum engilsaxneska suður í lönd og vafalítið hefur
hann valið drengnum skólavist í nunnuklaustrinu í Herfurðu á Þýzka-
landi, er þá þótti í röð beztu skóla. Hið bezta var ekki of gott íslenzka
höfðingjasyninum, er ruddi menntabrautina. Þar dvaldist hann sennilega
í 6-7 ár við nám.
ísleifur varð fyrstur Islendinga biskup árið 1056, lærðastur landa
sinna. Honum var ekki fengið biskupssetur, svo að hann bjó áfram í
Skálholti. Þar stofnaði hann prestaskóla, fyrsta vísi háskóla á íslandi.
Um 1100 varð menningarbylting á Islandi, sem er án hhðstæðu á
Norðurlöndum. A fáum árum voru stofnaðir fjórir skólar í landinu, er
* Ávarp í Skálholti 24. apríl 1994 í heimsókn erkibiskupsins af Kantaraborg.
49