Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Qupperneq 56
Vér vinnum verkið
Ábóti var hann í Viðey, er hann var kjörinn til biskups. Hann heldur
ókvænisboð kirkjunnar og hefur aldrei verið við kvenmann kenndur.
Hitt reynist honum sýnu erfiðara, eins og fyrr sagði, að stjórna skapi
sínu. Honum hrjóta stundum stóryrði af munni, ef út af ber, sem lítt hæfa
biskupi. Þau minna á uppvöxt hans vestur á fjörðum, er hann m.a. var
hákarlaformaður.
Menn bera óttablandna virðingu fyrir Ögmundi biskupi.
En nú er hann tekinn allmjög að mæðast.
Honum er nauðsyn að finna verðugan eftirmann, sem hann getur treyst
til þess að verja heilaga kirkju. Villukenningar sækja á úti í heimi og
þeirra er jafnvel tekið að gæta á íslandi líka.
Kirkjan þarfnast ungs og skeleggs forystumanns í Skálholti.
Það birtir yfir svip gamla mannsins. Verðugur eftirmaður er fundinn.
Sigmundur systursonur hans Eyjólfsson er biskupsefni frænda síns.
Brátt mun hann sigla utan til biskupsvígslu.
Þá verður ábyrgðinni af annasömu og erfiðu embætti af honum létt.
En aftur dimmir yfir svip hans. Þetta eitt nægir ekki til að leysa allan
vanda. Hann þarfnast ungra og duglegra manna til starfa á biskups-
setrinu til að anna umsvifunum þar.
Áhyggjufullur hverfur hann aftur til stofu.
II
Ferðamaður stendur á hlaðinu í Skálholti, sýnilega langt að kominn, því
að talsverðan farangur flytur hann með sér. Þar ber ekki minnst á járn-
slegnum kistli, allstórum. Auðséð er, að hér fer veraldarvanur maður,
öruggur í fasi og ber sig vel.
Honum er lýst svo í heimildum:
Hann var hár maður og þykkur eftir hæð, fríður í andliti.
Þó er hann lýttur nokkuð hjá vinstra auga, eftir að hann hafði ungur
verið stunginn með hníf.
Þetta er nýi biskupsritarinn í Skálholti, Oddur Gottskálksson.
Hann á til höfðingja að telja. Faðir hans var Gottskálk, næstseinasti
biskup á Hólum í kaþólskum sið. Það var alls ekki fátítt, að íslenzkir
klerkar eignuðust börn, jafnvel þeir, sem síðar voru til biskups kjörnir.
Stundum hefur verið talið, að Oddur hafi ungur komið til starfa í
Skálholt. Það má teljast ósennilegt.
Liðin eru nær fjörutíu ár, frá því að faðir hans tók biskupsvígslu, en
ekki er kunnugt um, að íslenzkir biskupar kaþólskir hafi getið börn eftir
biskupsvígslu.
Er reyndar harla ótrúlegt, að andstæðingar Gottskálks biskups hefðu
ekki tínt það til í deilunum við hann, ef svo hefði verið.
54