Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Page 57
Jónas Gíslason
í utanfórinni til Noregs hafði Ögmundur biskup hitt þennan efnilega
mann og ráðið hann til sín sem biskupsritara. Þar hafði hann verið
heppinn. Oddur var tvímælalaust með bezt menntuðu mönnum íslenzkum
um sína daga.
Þó er gamli biskupinn enn ekki ánægður. Betur má, ef duga skal.
Hann rifjar upp í huganum, hvaða menn hann geti fengið til starfa.
III
Ögmundur biskup er fastheldinn á fé. Honum hefur óneitanlega oft
orðið hugsað til misheppnaðrar fjáfestingar, sem kostað hafði stólinn stórfé.
Abbadísin í Kirkjubæ á Síðu hafði eitt sinn sent til hans ungan frænda
sinn, hið bezta mannsefni.
Honum er svo lýst í heimildum, að hann hafi verið mjög hár maður vexti
og bjartur, nokkuð ljósleitur, lítt lotinn í herðum, grannvaxinn.
Ein af frumskyldum biskups er að styðja efnilega unga menn til
mennta. Gizur Einarsson er því sendur til Hamborgar, þar sem hann
dvelst sjö ár að minnsta kosti.
En þá gjörist hið óvænta.
Ungi maðurinn lætur glepjast af „vondum" mönnum og snýst til fylgis
við „trúvillu”, sem þá flæðir yfir Þýzkaland, að mati kaþólskrar kirkju.
Það er biskupi mikil hugraun. Hann sviptir unga manninn frekari
námsstyrk, svo að hann verður að snúa aftur heim, skuldum vafinn.
Og heima hafnar biskup allri þjónustu hans.
Ögmundi svíður þetta sárt. Fé heilagrar kirkju hafði farið til þess að
mennta svikara við heilagan málstað.
Hvernig verður það tjón bætt? Hvernig getur menntun hans komið
kirkjunni til góða?
Gizur fær tilboð um að koma í klaustrið í Þykkvabæ og kenna munkum
þar latínu. Ábótinn getur þá fylgzt með honum. Og ekkert ber á
annarlegum skoðunum hans eða hegðan þarna í klaustrinu.
Biskup ræður því þennan mann í þjónustu sína. Honum verður vart
skotaskuld úr því að fylgjast með honum á sjálfu biskupssetrinu.
Ungur maður kemur ríðandi austan traðirnar heim á biskupssetrið,
fremur fátæklega til fara, en hár og myndarlegur, svo að athygli vekur.
Nú er hann mættur til leiks, „villutrúarmaðurinn”. Gizur Einarsson
hefur hlýtt kalli biskups til starfa, ráðinn til aðstoðar við umfangsmikil
stjórnunarstörf á biskupssetrinu.
Ögmundur biskup telur áform sín hafa heppnazt allvel. Allt virðist
leika í lyndi.
Því leikur bros um varir gamla biskupsins.
55
L