Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Page 83
Jónas Gíslason
Þorvarðssyni, síðar lögmanni, og Þórunni, er gift var Jóni, syni Torfa í
Klofa.13
Við vitum fátt um síra Jón í uppvexti hans. Hann er í Skálholti, er
fyrstu öruggar sagnir fara af honum. Má geta þess til, að honum hafi
verið komið þangað til náms. Hann gengur í þjónustu Stefáns biskups
Jónssonar eigi síðar en 1494 og er í þeirri þjónustu í a.m.k. níu ár.14 Af
því er ljóst, að hann hefur snemma unnið sér traust og hylli Stefáns
biskups og einnig Ögmundar, síðar biskups, er þá var kirkjuprestur í
Skálholti,15 því að síra Jón er sennilega ekki mikið yfir tvítugt þá.16 Má
því telja mjög líklegt, að síra Jón hafi gengið í þjónustu biskups að loknu
námi í Skálholti.
Síra Jón Einarsson virðist síðan ekki koma við skjöl um sex ára skeið.
Hans getur næst í skjölum 1509, er Stefán biskup Jónsson kvittar hann
af starfi heima í Skálholti, án þess að nefnt sé, hve langur þjónustutími
hans þá hafi verið. A sama skjali er bætt við kvittun fyrir árið 1510.17
Jón hefur oftast verið talinn ráðsmaður í Skálholti árin 1494-1510, m.a. í
yfirskriftum ýmissa skjala í Fornbréfasafni,18 þótt það komi hvergi fram
í skjölunum sjálfum. Þar er aðeins nefnd þjónusta hans. Hins vegar finnst
fimm nafngreindra ráðsmanna getið í skjölum frá þessum árum: Jóns
Gíslasonar 1493-1494,19 Sigurðar Henrikssonar 1495,20 Einars Ingi-
mundarsonar 1502-1505,21 Þorvarðar ívarssonar 1508-150922 og
Gríms Þorsteinssonar 1509.23 Utilokað virðist því, að síra Jón Einarsson
hafi verið ráðsmaður allan þennan tíma. Hitt væri líklegra, að hann hafi
verið ráðsmaður á árunum 1495 til 1502, enda ljóst, að hann hefur gegnt
miklu trúnaðarstarfi og haft eigið hús á staðnum. Kvittanabréf Stefáns
biskups frá 150324 gæti bent til breytinga á högum síra Jóns um það
13 DI-IX: 258.
14 DI-VII: 611.
15 DI-VII: 437, 507.
16 MM-I: 207.
17 DI-VIII: 235.
18 DI-VII: 611; VIII: 235.
19 DI-VII: 238, 244, 269.
20 DI-VII: 330.
21 DI-VII: 589, 590, 646, 731.
22 DI-VIII: 212.
23 DI-VIII: 240.
24 DI-VII: 611.
81