Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Blaðsíða 86
Deilur um Odda
Einarsson vildi þá ekki lesa bréfið og reið aftur suöur.33 Saga þessi fær
trauðla staðizt.
Síra Jón Arason kemst utan vorið 1523. Ögmundur ritar sama sumar
vinum sínum, Kristjáni konungi II. og Eiríki erkibiskupi, bréf móti síra
Jóni Arasyni.37 Treystir hann stuðningi þeirra við málstað sinn.
En bréf hans bera ekki þann árangur, sem biskup haíði vonað. Eiríkur
erkibiskup er látinn og Kristján konungur II. flúinn úr landi.
Þegar Ögmundur biskup fær þessar fréttir, leggur hann á ný ráð til að
hindra biskupsdóm síra Jóns Arasonar. Hann ríður norður í Eyjafjörð í
ágúst 1523 og reynir að beygja norðlenzka presta til hlýðni við sig. Virðist
hann reyna að fá þá til að afturkalla kjörbréf það, er þeir höíðu áður gefið
síra Jóni Arasyni og kjósa síra Jón Einarsson sem nýtt biskupsefni.
Fáeinir prestar falla frá stuðningi við síra Jón Arason, en þeir vilja þó
ekki láta fara fram nýtt biskupskjör.
IV
Næsta vor, 1524, gjörir Ögmundur lokatilraunina til að sigra síra Jón
Arason. Hann ritar bréf til páfa um deilur sínar við hann,38 en enginn
árangur sést af þeirri bréfritun. Jafnframt sendir hann síra Jón Einars-
son og síra Hall Þorsteinsson á fund hins nýja erkibiskups, Ólafs Engil-
brektssonar, til að reka erindi sín. Tefldi biskup síra Jóni Einarssyni
fram sem biskupsefni á Hólum gegn síra Jóni Arasyni, þótt hann heíði
ekkert kjörbréf fengið frá prestum biskupsdæmisins, en síra Hallur átti
að reyna að fá veitingu fyrir Oddastað.
En allt kemur fyrir ekki. Deilumálin koma fyrir dóm í Björgvin. Þar
fellur dómur síra Jóni Arasyni í vil.39 Litlu síðar fær síra Jón Arason
biskupsvígslu.40
Síra Jón Einarsson fékk ekki Hólastól. Þó virðast þeir nafnar skiljast
sem beztu vinir, svo sem síðari samskipti þeirra bera með sér. Magnús
Björnsson Jónssonar biskups Arasonar gefur hiklaust í skyn í ritgjörð
sinni um afa sinn og siðbótina á Hólum, að samningar hafí tekizt með
þeim í Noregi: „Og fékk síra Jón Arason þá biskupsdæmi, en Oddastað í
36
37
38
39
40
BBmf-II:318-19, 328-9.
DI-IX: 135-6.
JG: Siðbreytingin: 16-18; ÞÞ:Bisk.bréf: 13-29; sjá DN-XVIÞ1203.
DI-IX: 202.
DI-DÍ: 212.
84