Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Page 109
Jónas Gíslason
Þeir réðu og bygging var hafin.
Þá hófust erfiðleikarnir. Margar borholurnar hrundu saman, jarðlögin
voru of gljúp og styrking holanna mistókst. Þær lokuðust og hleyptu engri
gufu í gegn.
Þess vegna er Kröfluvirkjun ein dýrasta virkjun landsins og aðeins
rekin með hálfum aíköstum. Og við lásum í blöðum í fyrradag, að til stæði
að loka virkjuninni.
Ömurlegur endir!
IV
Krafla hefur verið mér sterk prédikun. Mér finnst hún táknræn fyrir
andlegt ástand Evrópu í dag.
Okkur er gefin sterkasta orkulind í heimi — Heilög Ritning — sem
flytur okkur orku Guðs, náð Guðs. Öll þörfnumst við hennar, hér á íslandi
— í Evrópu og — um allan heim.
Hvernig ætlaði Guð að koma orku sinni til skila til okkar?
Áætlun hans var einfóld og góð. Hann kaus að nota mannleg verkfæri
sem tengiliði milli sín og þurfandi mannkyns.
Okkur kristnum mönnum er fahð hlutverk borholanna í Kröfluvirkjun.
Við eigum að hleypa orku Guðs inn í líf okkar og síðan áfram, út til
samtíðarinnar. Guð vill blessa okkur með Heilögum Anda.
Förum að dæmi vísindamannanna. Borum okkur inn í Orð Guðs.
Leyfum krafti þess að koma inn í líf okkar og streyma síðan út til
samtíðar okkar.
Þannig breiðist Guðs ríki út!
V
Hvernig get ég orðið slíkur milliliður?
Með lestri og bæn. Við þurfum að lesa Guðs Orð, vera gagnkunnug því.
Við þurfum að læra að beita því beitta sverði.
Og við þurfum að lesa Orðið í bæn til Guðs. Bænin er okkur lykill að náð
Guðs og lýkur upp fjárhirzlum hans.
Manstu fyrirheiti bænarinnar? Hefurðu lært að treysta þeim?
Jesús sagði: „Hvers sem þið biðjið í mínu nafni, það mun ég gjöra, svo að
faðirinn vegsamist í syninum. Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni, mun
ég gjöra það.“
Og hann sagði einnig: „Ef þér eruð í mér, og orð mín eru í yður, þá biðjið
um hvað sem þér viljið, og yður mun veitast það.“
107