Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Page 111
Jónas Gíslason
Guð spyr ekki um kraft okkar eða gáfur. Hann spyr aðeins: Viltu hlýða
mér? Viltu leyfa mér að blessa þig, gjöra þig að blessun fyrir aðra? Guð
kallar þig til þjónustu og baráttu, í bæn.
VIII
Einu sinni hélt ég, að Guð gæti aðeins notað andleg ofurmenni til starfa.
Hvílíkur misskilningur!
Jafnvel postular hans voru ófullkomnir og syndugir menn.
Eg las í upphafi kristniboðsskipunina, sem ég býst við, að þú kannist
við. Jesús segir „Allt vald er mér gefið. Farið því. . .“
En hefurðu tekið eftir versinu næst á undan, 17. versinu í Matt. 28:
„Þar sáu þeir hann og veittu honum lotningu. En nokkrir voru í vafa.“
Eða enn skýrara í eldri þýðingunni: „Og nokkrir efuðust.“
I hópi postulanna voru efasemdamenn. Þeim óx verkefnið í augum.
Hugsaðu þér! Þessi fámenni hópur átti að gjöra alla að lærisveinum.
Hvernig hefðir þú brugðizt við?
En þeir hlýddu frelsara sínum þrátt fyrir allt. Þess vegna urðu þeir
farvegur náðar Guðs í mannheimi og fluttu með sér blessun Guðs.
Og Jesús varð vegsamlegur!
IX
Vinur minn!
Það gildir nákvæmlega sama um þig í dag. Jesús kallar þig til að flytja
Evrópu á ný náð sína og blessun. Og enn erallt komið undir hlýðni þinni,
— hlýðni okkar.
Það nægir, ef við hlýðum og göngum inn í fyrirbænabaráttuna.
Hann leggur til kraftinn, því að hann á allt vald á himni og jörðu. Við
fórum í krafti hans.
Við þurfum aldrei að óttast orkuskort í starfinu fyrir hann, meðan hann
fær að fylla okkur krafti sínum og náð. Þá mun kraftur Guðs streyma
ríkulega inn í líf okkar — og frá okkur út til samtíðarinnar.
í því er von Evrópu fólgin, — von Islands.
Við komum hér saman í dag frá mörgum mismunandi kirkjum og
kristnum samfélögum.
Guð gefi, að kirkjan okkar líkist aldrei Kröflu, svo að Guð þurfi jafnvel að
loka. Guð gefi, að við fyllumst anda hans og krafti. Þá kemur trúar-
vakning frá honum, endurnýjunar- og blessunartímar, líka yfir Evrópu
og ísland.
109