Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Page 123
Jónas Gíslason
en ég á við fólk sem getur grátið
— hrópað í neyð sinni
— gagntekið ótta í hjarta sínu?
Eru enn til raddir — sem heijast upp —
titrandi í öngþveiti okkar
— eða drukkna þær öllu í skvaldrinu?
Er til fólk sem kann að biðja?
— Hvers vegna sameinum við ekki hjörtun
í neyðarópi —
sem getur skekið himininn?
Er slíka neyð að finna í hjarta þínu? Hvers vegna sameinumst við ekki í
bæn til Guðs? Fyrir þjóð okkar? í kvöld beinir Guð spurningunni til okkar
— mín og þín.
Hvers vegna eru ekki fleiri fyrirbiðjendur hjá þjóð okkar?
Við vitum að bænin hefur áhrif. Fyrirheit bænarinnar eru stórkostleg.
Guð kallar okkur til bænar.
Guð er reiðubúinn að hlífa þjóð okkar, ef við biðjum fyrir henni, göngum í
skarðið móti honum.
Hve margir skyldu hrópa til Guðs — í neyð hjartans — eins og sagði í
danska ljóðinu? Ert þú í þeirra hópi?
Hvers vegna biðjum við ekki meir? Hvers vegna sameinumst við ekki í
bænahrópi til Guðs, hrópi, sem getur skekið himininn?
VIII
En gleymum aldrei því, að Drottinn Guð er vandlátur Guð, sem leyfir
engan annan guð sér við hlið.
Það er vel að íslenzka þjóðin á greiðan aðgang að Orði Guðs, Biblíunni, en
veiztu, vinur minn, að það eitt er ekki nóg að eiga Biblíuna. Við verðum að
nota hana, lesa hana.
Biblían kemur að litlu gagni meðan Jesús er tryggilega geymdur milli
lokaðra spjalda Biblíunnar!
Það rifjast upp fyrir mér, hve gaman var að heimsækja Þorvald vin
minn Halldórsson meðan vakningin stóð í Vestmannaeyjum. Hann var þá
nýlega kominn til trúar
Eg man er ég heimsótti hann einn morguninn, hve andlit hans ljómaði,
er hann sagði við mig í ákafa: Jónas, hefurðu lesið Galatabréfið? Hefurðu
121