Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Blaðsíða 128
Hún er systir mín—
Samt var þarna ósköp venjulegt fólk, eins og við — ég og þú — kannski
eilítið frábrugðið okkur í útliti, en yfirleitt er þetta fallegt fólk. Þetta voru
manneskjur, skapaðar eftir Guðs mynd, alveg eins og við.
Er við skömmu síðar gengum út úr flóttamannabúðunum, blöstu
háhýsin við, en þau voru mjög oft fimmtíu hæðir eða meir.
Þetta voru hrópandi andstæður, enda er Hong Kong oft kölluð borg
andstæðnanna. Enn skipar hún sama sess og áður, er alþjóðleg miðstöð
verzlunar og viðskipta í vestrænum stíl, ein stærsta verzlunarmiðstöð i
heimi, og lífsgæðunum kannski misjafnar skipt þar en annars staðar á
jörðinni.
En nú er verða breyting hér á. Brezkum yfirráðum lýkur í borginni eftir
örfá ár og Kínverjar taka völdin. Enginn veit, hvaða framtíð bíður Hong
Kong.
Erum við ekki að kvarta yfir lélegum launum og bágu ástandi á
Islandi? Og ég hef tekið fullan þátt í þeim söng.
Ósköp held ég, að þau ættu erfitt með að skilja umkvartnir okkar gamla
skinhorða konan á gangstétinni og flóttamennirnir.
Og sama máli gegnir um þær þúsundir barna í Manila, er leita ætis á
öskuhaugunum, leita molanna, er falla af borðum ríka fólksins, líka okkar
borði. Þar er slegizt um hvern bita. Eg mun seint gleyma litla drengnum,
er flatti nefið á bílrúðunni, meðan við biðum á rauðu ljósi. Augun angurvær
og biðjandi, framréttur tómur lófi, þögult neyðaróp.
Ég hef aldrei áður kynnzt jafn botnlausri örbyrgð og eymd, þótt
íslenzka sjónvarpið hafi verið býsna iðið við að sýna okkur neyð heimsins.
En það er auðvelt að breyta um rás á sjónvarpinu eða hreinlega slökkva á
því, ef það fer að óróa okkur um of.
Þarna kynntist ég mannlegri örbyrgð á allt annan og persónulegri hátt
— botnlausri dýpt mannlegrar eymdar, þar sem öll von um betri tíð með
blóm í haga er að fullu slokknuð hjá fjöldanbum.
Hvers vegna er þessu svo farið? Hvað veldur? Guð elskar þetta fólk
jafnt og okkur, mig og þig. Jesús dó á krossinum fyrir það, eins og hann
dó þar fyrir mig og þig. Hinztu boð hans um að fara og gjöra allar þjóðir
að lærisveinum gilda einnig þetta fólk. Kristniboðar hafa hlýtt og farið, en
þeir eru svo fáir. Hinir eru svo fjölmargir, sem aldrei hafa heyrt.
Og spurningin verður svo óþægilega persónuleg: Hvað hef ég gjört fyrir
þetta fólk? Eða þú? Sagði Jesús ekki eitt sinn: Hvað sem þér gjörið einum
þessara minna minnstu bræðra og systra það hafið þér gjört mér?
Engan þarf að furða á því, þótt þetta umhverfi — og þessi eymd — setti
sterkan svip á alþjóðlega ráðstefnu — Lausanne II — er ég sótti í Manila
á Filippseyjum ásamt sjö öðrum Islemdingum. Þetta er ein fjölmennasta
126