Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Page 133
Jónas Gíslason
Kross Krists í ljósi
guðfræðinnar
I eftirfarandi erindi verður leitazt við að Qalla um kross Krists og gildi
hans fyrir okkur í ljósi guðfræðinnar; jafnframt verður minnt á gildi
guðfræðinnar almennt í mannlegri tilveru.
I
I allri sagnfræðilegri rannsókn er lögð áherzla á að meta gildi og
áreiðanleika þeirra heimilda, sem lagðar eru til grundvallar þeim
atburðum, sem sagt er frá; því eldri sem heimildirnar eru og nær
atburðunum, er þær greina frá, því öruggari þykja þær. Sama máli
gegnir um heimildarmennina; því nær sem þeir standa atburðunum, því
betri heimildarmenn eru þeir taldir. Beztu heimildarmennirnir þykja
yfirleitt þeir, sem sjálfir voru heyrnar- og sjónarvottar þess, sem þeir
greina frá.
Fáar frásögur löngu liðins tíma eru jafn vel vottfestar og frásagnir
Nýja testamentisins um Jesúm Krist. Þar eru sjónar- og heyrnarvottar
heimildarmenn eða nánir lærisveinar þeirra og samverkamenn og elztu
handrit þessara frásagna, sem varðveitzt hafa, eru miklum mun eldri en
öll önnur handrit, sem Qalla um atburði frá sama tíma. Hér er því um að
ræða sérstaklega traustar og öruggar heimildir, sem engum kæmi til
hugar að rengja í venjulegri sagnfræði. Oft kemur jafnvel berlega fram af
nákvæmni frásagnanna einkenni sjónar- og heyrnarvottsins, sem rifjar
upp eigin reynslu.
Við þetta bætist sú staðreynd, að engar aðrar heimildir hafa verið
rýndar í jafnmiklum mæli til þess að reyna að ganga úr skugga um upp-
haflegt orðalag þeirra og áreiðanleika. Ótal margir lærðir menn hafa eytt
meginhluta ævinnar til þess að rannsaka Biblíuna út frá sögulegu, heim-
spekilegu, siðfræðilegu og trúarlegu sjónarmiði, auk allra málfræðinganna
og bókmenntafræðinganna, sem um hana hafa fjallað.
131