Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 134
Kross Krists í Ijósi guðfræðinnar
Við þetta mætti bæta þeirri staðreynd, að Nýja testamentið er ekki eitt
um að segja frá Jesú Kristi; hans er einnig getið í ýmsum ritum
samtímasagnfræðinga.
Nú mætti ætla, að menn væru á einu máli um frásagnir Biblíunnar og
gildi þeirra, þegar þær eru jafn vel vottfestar og raun ber vitni; því fer
þó víðs ijarri. Menn hefur mjög greint á um áreiðanleika frásagna Nýja
testamentisins og svo mun enn vera.
Hvað veldur þessu? Hvers vegna deila menn um atburði, sem jafn
öruggar heimildir íjalla um og raun ber vitni?
Ástæðunnar er ekki að leita í gildi heimildanna sem slíkra, heldur í
hinum einstæða boðskap, sem þær flytja. Boðskapur Nýja testamentisins
er svo einstæður í allri sögu mannanna, að margir eiga erfitt með að trúa
því, að hann geti verið sannur. Nýja testamentið segir okkur undur-
samlega sögu manns, sem var gjörólíkur öllum öðrum, sem lifað hafa á
þessari jörð. Fæðing hans var með einstæðum hætti; allt líf hans og starf
var slíkt, að samtímamenn hans skiptust þegar í hópa í afstöðunni til
hans. Hann vann kraftaverk, sem öðrum var um megn að vinna; um það
voru allir sammála, enda auðvelt að sanna slíkt, þar sem þá voru ótal
sjónarvottar að þeim, en menn greindi á um um skýringuna á þeima
krafti, sem hann var gæddur.
Sumir vildu ekki trúa boðskap hans, því að hann olli þeim óþægindum
og braut niður kenningakerfi þeirra. Þeir gátu gefið þá skýringu eina, að
þennan einstæða kraft sinn sækti hann til sjálfs myrkrahöfðingjans.
Þannig töldu þeir sér og öðrum trú um, að myrkrahöfðinginn væri genginn
í þjónustu hins góða, farinn að líkna þjáðum og lækna sjúka, vinna góð
verk og auðsýna kærleika. Þetta sýnir glöggt, hve augu þeirra voru
haldin; þeir vildu ekki trúa. Lærisveinar hans og vinir voru hins vegar
sannfærðir um, að hann fengi kraft sinn frá Guði.
Hitt er ómótmælanleg staðreynd, að jafnvel andstæðingar hans urðu að
viðurkenna, að hann ynni verk, sem öðrum væri um megn að vinna.
Og hið einstæðasta af öllu því, sem helgar ritningar greina um Krist,
eru frásögurnar um upprisu hans. Upprisa Krists kom engum meir á
óvart en einmitt lærisveinum hans Þeir virðast hafa verið alls óviðbúnir,
búnir að gefa upp alla von, er þeir sáu meistara sinn handtekinn og
krossfestan fyrir allra augum í Jerúsalem sem dæmdan afbrotamann.
Jafnvel óvinir Jesú virðast hafa hugsað meir um möguleika upprisu hans
en lærisveinarnir. Þeir gjörðu sínar ráðstafanir, ef eitthvað skyldi þrátt
fyrir allt vera hæft í þeim fullyrðingum, sem hann hafði sett fram í
boðskap sínum: Varðmenn við gröfina, stór steinn fyrir grafarmunnanum
og innsigli sett á steininn. Þetta hlaut að nægja.
132