Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Qupperneq 138
Kross Krists í Ijósi guðfræðinnar
Jesús Kristur er eini maðurinn, sem lifað hefur á þessari jörð án
syndar.
IV
Hvers vegna var Kristur krossfestur? Hann var sá, sem sízt átti
krossinn skilið; hann liíði án syndar og var kominn í mannheim til þess
eins að opinbera okkur Guð og kærleika hans til okkar.
Kristur var ekki píslarvottur, sem líílátinn var vegna skoðana sinna;
hann var kominn til þess að gefa líf sitt. Hann var ekki heldur kross-
festur vegna sjálfs sín, heldur vegna okkar mannanna; hinn syndlausi
var krossfestur vegna syndugra manna.
Hvernig má þetta vera? Það var víst heimspekingurinn Platon, sem
komst eitt sinn svo að orði: Ef algjörlega réttlátur maður lifði á þessari
jörð, mundu menn að lokum krossfesta hann.
Hvers vegna?
Einfaldlega vegna þess, að ekkert sýnir okkur jafnvel ranglæti okkar
sjálfra og synd en sá, sem er réttlátur og syndlaus. Þegar við berum
okkur saman við hann, finnum við glöggt, að við erum dæmd. Við stönd-
umst ekki þann mælikvarða Guðs, sem miðast við það líf, er við vorum
sköpuð til þess að lifa í kærleikssamfélagi við Guð.
Þess vegna hefur verið komizt svo að orði, að okkur nægði að leggja á
eigin líf og breytni þann mælikvarða, sem við miðum við kröfur okkar á
hendur öðrum mönnum. Enginn stenzt sjálfur þær kröfur, sem hann
gjörir til annarra manna; eigin mælikvarði okkar dæmir okkur sek.
Synd okkar hlýtur að kalla yfir okkur enn þyngri dóm, þegar hún er
metin samkvæmt hinum fullkomna mælikvarða Guðs sjálfs. Jesús Kristur
sýnir okkur með lífi sínu, til hvaða lífs við vorum sköpuð á þessari jörð; hf
hans hlýtur því að dæma líf okkar. Platon reyndist hafa á réttu að
standa; krossinn varð hlutskipti Krists. Mennirnir hafa aldrei þolað að
heyra og sjá sannleikann um sjálfa sig og Guð.
Uppreisnin gegn Guði, sem leiddi syndina inn í mannheim, er ekki
komin frá Guði og heyrir ekki til sköpunarverki hans; hún var framandi í
hinum góða heimi Guðs; hún kom inn í heiminn með lokkandi rödd þess,
sem í árdaga sagði: Það er ekki satt! Guð hefur logið! Allt írá þeirri stundu
hefur okkur mönnunum verið tamara að trúa lyginni en sannleikanum.
Sannleikurinn leitar þess, sem Guðs er, meðan lygin leitar upphefðar í
okkur sjálfum.
136