Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 148
Upprisan
Og Sál, ofsækjandinn, breyttist í Pál, trúboðann, sem ekkert fékk
stöðvað í starfi; hann gaf líka að lokum líf sitt fyrir trúna.
Hvað olli þessari breytingu á þeim öllum? Þeir mættu hinum upprisna!
Heilagur andi lauk upp hjörtum þeirra fyrir því, hver Jesús raunveru-
lega var; upprisan markaði þáttaskilin í lífi þeirra og trú. Þeir höfðu ekki
aðeins séð tóma gröf — og sumir höfðu alls ekki séð tómu gröfina — en þeir
höfðu sjálfir mætt hinum upprisna og sannfærzt um, að hann væri lifandi
og stæði við öll fyrirheitin, sem hann hafði gefið þeim fyrir krossdauðann og
upprisuna. Upp frá þeirri stundu áttu þeir allir aðeins einn tilgang í lífi
sínu: Að boða Krist, leiða aðra til sömu trúar á hann.
Og nú væri afar auðvelt að leiða fram ótal vitni frá öllum öldum, sem
síðan eru liðnar, fólk, sem hefur eignazt sömu trúarreynslu og sama
breyting hefur orðið á lífi þeirra allra. Saga kristinnar kirkju er að stór-
um hluta saga slíkra umbreyttra manna, sem vissu ekkert annað sér til
hjálpræðis en Jesúm Krist, krossfestan og upprisinn frelsara.
Ég mun þó ekki gjöra það hér.
Var gröfin tóm?
Fram að þessu hefur mest verið ijallað um reynslu manna af upprisu
Jesú og áhrifum hennar á þá. En hvað með sjálfan upprisuatburðinn?
Segir þar frá sönnum atburði? Var gröf Jesú raunverulega tóm? Segja
guðspjöllin satt og rétt frá því, sem gjörðist?
Sumir guðfræðingar segja, að aukaatriði sé, hvort gröfin hafi verið tóm
eða ekki; aðalatriðið sé, að Jesús hafi risið upp.
Auðvitað er það rétt, að mikilvægasta staðreynd upprisunnar er ekki
tóma gröfin, heldur hinn upprisni frelsari sjálfur, sem enn mætir okkur í
trúnni. Enginn getur fært fullgildar sannanir fyrir tilveru lifandi frelsara
með því að vísa eingöngu til löngu liðinna atburða.
Hitt er þó staðreynd, að ætíð vaknar spurningin: Hvað gjörðist á hinum
fyrstu páskum? Var gröfin tóm?
Kristin trú er söguleg trú, sem byggir á ákveðnum atburðum, sem
gjörðust á ákveðnum stað á ákveðnum tíma: Jesús Kristur er söguleg
persóna; kristin trú boðar, að Guð hafi sjálfur komið inn í tilveru mannsins
í syni sínum eingetnum, Jesú Kristi; hann hafi dáið fyrir syndir okkar og
risið upp frá dauðum á þriðja degi mönnum til eilífs lífs. Ef það er ósatt, er
boðskapur kristindómsins einnig ósannur; svo einfalt er það.
Þess vegna skiptir gröfin einnig miklu máli, hvort hún var tóm eða
ekki.
Margir hafa bent á þessa staðreynd; þekktur nútímaguðfræðingur
hefur t.d. sagt: „Staða kristindómsins mundi veikjast mjög, ef Jesús var
146