Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Blaðsíða 149
Jónas Gíslason
ekki söguleg staðreynd." Sögulegar staðreyndir geta ekki knúið okkur til
persónulegrar trúarafstöðu, en trúin á sér sögulegar forsendur; þess
vegna þurfum við að rannsaka sanngildi frásagnanna.
Margir menn afgreiða upprisufrásögnina einfaldlega með því að segja:
Slíkt gjörist aldrei! Dauðir menn rísa ekki upp! Þess vegna getur
upprisufrásagan ekki verið sönn.
Þannig staðhæfa menn út frá hinu almenna um hið einstæða. Og
forsendan er í sjálfu sér sönn: Dauðir menn rísa ekki upp! Ekki af sjálfum
sér. En um Jesúm gildir allt öðru máli, ef hann er sá, sem hann sagðist
vera, — ef hann er Guð. Hér er alls ekki verið að ræða almennt um
líkamlega upprisu manna; hér er boðuð upprisa Guðs sonarins, mönnum
til hjálpræðis. Jesús er hinn einstæði í mannkynssögunni: Jesús er Guð!
Upprisan — blekking eða staðreynd?
íhugum sjálfar upprisufrásagnirnar; hvernig lýsa þær því, sem
gjörðist?
Jesús haíði verið dæmdur til dauða sem glæpamaður og negldur á
kross. Dauðastríð hans var óvenju stutt; hann dó eftir um það bil sex
stundir. Böðlar hans gengu úr skugga um, að hann væri dáinn, áður en
Jósef frá Arímaþeu var afhentur líkami hans til greftrunar. Þeir kunnu
til verka í sínu fagi. Krossfesting var ekki óalgeng í Palestínu á þessum
tíma. Samt stungu þeir hann spjóti í öryggisskyni til þess að ganga úr
skugga um dauða hans.
Síðan var Jesús grafinn. Enginn tími gafst til þess að ganga frá líkama
hans til greftrunar; hvíldardagurinn gekk í garð. Hann var því lagður í
gröf og sveipaður línblæjum með nær hundrað pundum af ilmjurtum, allt
að venju þess tíma. Jósef var auðugur maður og vildi sýnilega bæta upp
með veglegri greftrun ótta sinn við að opinbera fylgi sitt við Jesúm í
lifanda lífi.
Nú er það samhljóma vitnisburður frumkirkjunnar, að gröfin hafi verið
tóm á þriðja degi, er konurnar komu út að henni til þess að búa líkama
Jesú endanlega til greftrunar. Hér eru þau öll sammála: Matteus,
Markús, Lúkas, Jóhannes, Símon Pétur, María móðir Jesú og María
Magdalena; Páll sömuleiðis. Sagnaritarinn gyðinglegi, Jósefus, tekur
undir þetta, er hann ritar: „. . .þeir, sem elskuðu hann frá upphafi, yfir-
gáfu hann ekki, því að hann birtist þeim lifandi á þriðja degi. .
Enginn vafi getur því leikið á því, að gröfin hafi verið tóm.
En menn hafa reynt að útskýra það á mismunandi hátt:
1) Konurnar fóru út að rangri gröf.
147
L