Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Blaðsíða 151
Jónas Gíslason
Sagt hefur verið: Hægt er að fá menn til þess að láta lífið fyrir tálsýn,
sem þeir trúa á, en alls ekki fyrir vísvitandi uppspuna og lygi.
Þetta verður að nægja um tómu gröfina; hún virðist vera staðreynd. Og
engin eðlileg skýring virðist vera til á því, hvernig það mátti vera, nema
hin kristna skýring ein:
Jesús reis upp frá dauðum!
Afstaða lærisveinanna
En leyndardóminum um tómu gröfina og horfna líkamann lauk ekki
með þessu; þetta var aðeins upphafið!
Skömmu eftir þessa atburði fóru margir einstaklingar að halda því
fram, að þeir hefðu mætt hinum upprisna, séð Jesúm lifandi. Við höfum
þegar minnzt á þá, sem Páll postuli nefnir í I.Kor.15.
Jesús hélt áfram að birtast mönnum þannig í fjörutíu daga. Síðan hætti
hann að birtast; lærisveinar hans sáu hann stíga upp til himins. Tíu
dögum síðar, hinn fyrsta hvítasunnudag, hljómaði upprisuboðskapurinn
um alla Jerúsalem. Símon Pétur gekk nú óhræddur fram fyrir borgar-
búa og boðaði trú á hinn upprisna Krist. Ekkert gat stöðvað lærisveinana.
Þeir vissu ekkert annað nafn geta frelsað menn en nafn hins upprisna,
Jesú Krists! Guð hafði kröftuglega auglýst hann að vera son sinn með
upprisu hans frá dauðum.
Hver var svo trúverðugleiki sögunnar, sem þeir sögðu? Af hverju hafði
þetta tekið svo langan tíma? Jesús reis fyrst upp á þriðja degi. Hvers
vegna ekki fyrr? Og hver mætti honum fyrst? María Magdalena,
tilfinningarík kona, — ekki vitnisbær á þeim tímum, — og hún hafði alls
ekki þekkt hann í fyrstu. Gat þetta ekki allt verið uppspuni?
En er ekki einmitt þessi furðulega frásaga sönnun fyrir sannleika
hennar? Hefði nokkrum manni komið til hugar að búa til slíka sögu? Hefðu
þeir ekki gjört meir úr hetju sinni? Eða sjálfum sér?
Vantrú lærisveinanna vekur furðu. Lesum aftur 24. kaflann í Lúkasar-
guðspjalli, frásöguna um Emmausfarana. Þeir höfðu gefið upp alla von og
trúðu alls ekki frásögn kvennanna, sem fyrstar höfðu farið út að gröfinni,
— ekki fyrr en augu þeirra lukust upp og þeir þekktu Jesúm hjá sér.
Staðreynd upprisunnar var raunverulega þröngvað upp á þá. Og svipuðu
máli gegndi um Tómas postula; hann trúði ekki fyrr en hann fékk sjálfur
að sjá og þreifa á. Og athygli vekur, að lærisveinarnir þekktu Jesúm ekki
strax, þegar hann birtist þeim; þeir héldu hann vera anda eða vofu
(Lúk.24:37).
149